Sveitarfélögin setji leiðbeiningar um frekari takmarkanir innan skólastarfs Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2021 18:59 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Í dag voru tæplega 400 börn í sóttkví vegna smita sem komu upp á leikskólum og frístundaheimilum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vinnur nú að leiðbeiningum í samstarfi við önnur sveitarfélög og Almannavarnir til að fækka smitum innan skóla og frístundaheimila. Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira