Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 10:01 Leikmenn mótmæla í leiknum í Kórnum í gær. Elías Ingi Árnason með gula spjaldið á lofti. Skjámynd/S2 Sport Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft. Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira