Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 09:07 Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan, mörgum íbúum landsins til mikillar skelfingar. (AP Photo/Rahmat Gul Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum fyrirtækisins að hópur afganskra sérfræðinga hefði verið fenginn til þess að fylgjast með og fjarlægja allt efni tengt Talibönum, sem hafa á síðustu árum verið duglegir að miðla efni og vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum. „Talibanar eru hryðjuverkasamtök í skilningi bandarískra laga og við höfum útilokað þá á grundvelli stefnu okkar um hættuleg samtök. Þetta þýðir að við fjarlægjum reikninga sem haldið er úti af eða fyrir hönd Talibana, og bönnum stuðning og framsetningu á þeim,“ hefur BBC eftir fulltrúa Facebook. Talibanabannið mun einnig gilda á Instagram og WhatsApp, öðrum samskiptamiðlum í eigu Facebook. BBC segir þó frá því að fréttir frá Afganistan sýni fram á að Talibanar noti einmitt WhatsApp til þess að eiga í samskiptum en fulltrúar Facebook segja fyrirtækið munu bregðast við, komi í ljóst að það sé raunin. Talibanar hafa verið í stórsókn í Afganistan á undanförnum dögum og tekið hverja borgina á fætur annarri. Í fyrradag féll höfuðborgin Kabúl í þeirra hendur, án nokkurar raunverulegrar mótspyrnu frá afganska stjórnarhernum. Asraf Ghani, forseti landsins, flúði landið en til stóð að hann yrði viðstaddur viðræður um „friðsamleg valdaskipti“ frá ríkisstjórninni til Talibana. Fjöldi fólks hefur nú flúið eða reynt að flýja Afganistan, af ótta við ofbeldi og ofríki af hendi Talibana. Afganistan Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum fyrirtækisins að hópur afganskra sérfræðinga hefði verið fenginn til þess að fylgjast með og fjarlægja allt efni tengt Talibönum, sem hafa á síðustu árum verið duglegir að miðla efni og vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum. „Talibanar eru hryðjuverkasamtök í skilningi bandarískra laga og við höfum útilokað þá á grundvelli stefnu okkar um hættuleg samtök. Þetta þýðir að við fjarlægjum reikninga sem haldið er úti af eða fyrir hönd Talibana, og bönnum stuðning og framsetningu á þeim,“ hefur BBC eftir fulltrúa Facebook. Talibanabannið mun einnig gilda á Instagram og WhatsApp, öðrum samskiptamiðlum í eigu Facebook. BBC segir þó frá því að fréttir frá Afganistan sýni fram á að Talibanar noti einmitt WhatsApp til þess að eiga í samskiptum en fulltrúar Facebook segja fyrirtækið munu bregðast við, komi í ljóst að það sé raunin. Talibanar hafa verið í stórsókn í Afganistan á undanförnum dögum og tekið hverja borgina á fætur annarri. Í fyrradag féll höfuðborgin Kabúl í þeirra hendur, án nokkurar raunverulegrar mótspyrnu frá afganska stjórnarhernum. Asraf Ghani, forseti landsins, flúði landið en til stóð að hann yrði viðstaddur viðræður um „friðsamleg valdaskipti“ frá ríkisstjórninni til Talibana. Fjöldi fólks hefur nú flúið eða reynt að flýja Afganistan, af ótta við ofbeldi og ofríki af hendi Talibana.
Afganistan Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent