KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2021 13:55 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Vísir/Daníel Þór Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. Tilefni yfirlýsingarinnar kemur ekki fram en líklegt má telja að nýlegur pistill Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, forkonu jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennara, hafi farið fyrir brjóstið hjá forsvarsmönnum KSÍ. Pistillinn bar titilinn Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Hanna Björg segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Gagnrýndi hún KSÍ fyrir að bregðast ekki við og sagði þögnina ekki hlutlausa heldur afstöðu með ríkjandi ástandi. Í yfirlýsingu KSÍ segir að sambandið leggi áherslu á fagleg vinnubrögð þegar fram komi ábendingar eða kvartanir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti megi rekja til starfsemi innan hreyfingarinnar. „Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er fjölmenn og eru skráðir iðkendur um 30 þúsund. KSÍ hefur ríka hagsmuni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tekur þátt í starfsemi knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi upplifi öryggi og velferð í starfi sínu eða þátttöku og sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Verkferlar bættir eftir #metoo Ef tilkynningar um mál sem tengist einelti eða ofbeldi (m.a. kynferðisofbeldi) koma inn á borð sambandsins sé tryggt að þau fari í viðeigandi ferli. „Allir verkferlar slíkra mála hafa verið endurbættir og hafði fyrsta bylgja #Metoo m.a. áhrif þar á. Jafnréttisáætlun og jafnréttisstefna sambandsins hafa verið uppfærðar og er þar fjallað sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi. Þá hefur KSÍ staðið fyrir vinnustofu um kynferðisofbeldi fyrir aðildarfélög sín og bætt fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námsefni þjálfaramenntunar. Eins og gefur að skilja eru mál sem varða kynferðisofbeldi vandmeðfarin og kallar meðferð þeirra á fagleg, vönduð og ekki síður yfirveguð vinnubrögð. Ef grunur er um lögbrot er ávallt hvatt til aðkomu lögregluyfirvalda og eins er leitað aðstoðar hjá Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála, sem er sérfræðingur ríkisins í meðferð slíkra mála.“ Samtal um ofbeldismál mikilvægt KSÍ geti ekki tjáð sig um einstök mál sem upp kunni að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. „Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.“ KSÍ sé ávallt tilbúið til að gera betur og víki sér ekki undan málefnalegri gagnrýni á starf sambandsins. Því sé samtalið um ofbeldismál mikilvægt og ábendingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðkenda og áhugafólks um knattspyrnu vel tekið. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Að gefnu tilefni Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) leggur áherslu á fagleg vinnubrögð þegar fram koma ábendingar eða kvartanir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starfsemi innan hreyfingarinnar. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er fjölmenn og eru skráðir iðkendur um 30 þúsund. KSÍ hefur ríka hagsmuni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tekur þátt í starfsemi knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi upplifi öryggi og velferð í starfi sínu eða þátttöku og sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi. Ef tilkynningar um mál sem tengjast einelti eða ofbeldi (m.a. kynferðisofbeldi) koma inn á borð sambandsins er tryggt að þau fari í viðeigandi ferli. Allir verkferlar slíkra mála hafa verið endurbættir og hafði fyrsta bylgja #Metoo m.a. áhrif þar á. Jafnréttisáætlun og jafnréttisstefna sambandsins hafa verið uppfærðar og er þar fjallað sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi. Þá hefur KSÍ staðið fyrir vinnustofu um kynferðisofbeldi fyrir aðildarfélög sín og bætt fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námsefni þjálfaramenntunar. Eins og gefur að skilja eru mál sem varða kynferðisofbeldi vandmeðfarin og kallar meðferð þeirra á fagleg, vönduð og ekki síður yfirveguð vinnubrögð. Ef grunur er um lögbrot er ávallt hvatt til aðkomu lögregluyfirvalda og eins er leitað aðstoðar hjá Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála, sem er sérfræðingur ríkisins í meðferð slíkra mála. KSÍ getur ekki tjáð sig um einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug. KSÍ er ávallt tilbúið til að gera betur og víkur sér ekki undan málefnalegri gagnrýni á starf sambandsins. Því er samtalið um ofbeldismál mikilvægt og ábendingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðkenda og áhugafólks um knattspyrnu vel tekið. Kveðja / Regards, KSÍ / FA of Iceland KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Tilefni yfirlýsingarinnar kemur ekki fram en líklegt má telja að nýlegur pistill Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, forkonu jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennara, hafi farið fyrir brjóstið hjá forsvarsmönnum KSÍ. Pistillinn bar titilinn Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Hanna Björg segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Gagnrýndi hún KSÍ fyrir að bregðast ekki við og sagði þögnina ekki hlutlausa heldur afstöðu með ríkjandi ástandi. Í yfirlýsingu KSÍ segir að sambandið leggi áherslu á fagleg vinnubrögð þegar fram komi ábendingar eða kvartanir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti megi rekja til starfsemi innan hreyfingarinnar. „Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er fjölmenn og eru skráðir iðkendur um 30 þúsund. KSÍ hefur ríka hagsmuni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tekur þátt í starfsemi knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi upplifi öryggi og velferð í starfi sínu eða þátttöku og sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Verkferlar bættir eftir #metoo Ef tilkynningar um mál sem tengist einelti eða ofbeldi (m.a. kynferðisofbeldi) koma inn á borð sambandsins sé tryggt að þau fari í viðeigandi ferli. „Allir verkferlar slíkra mála hafa verið endurbættir og hafði fyrsta bylgja #Metoo m.a. áhrif þar á. Jafnréttisáætlun og jafnréttisstefna sambandsins hafa verið uppfærðar og er þar fjallað sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi. Þá hefur KSÍ staðið fyrir vinnustofu um kynferðisofbeldi fyrir aðildarfélög sín og bætt fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námsefni þjálfaramenntunar. Eins og gefur að skilja eru mál sem varða kynferðisofbeldi vandmeðfarin og kallar meðferð þeirra á fagleg, vönduð og ekki síður yfirveguð vinnubrögð. Ef grunur er um lögbrot er ávallt hvatt til aðkomu lögregluyfirvalda og eins er leitað aðstoðar hjá Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála, sem er sérfræðingur ríkisins í meðferð slíkra mála.“ Samtal um ofbeldismál mikilvægt KSÍ geti ekki tjáð sig um einstök mál sem upp kunni að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. „Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.“ KSÍ sé ávallt tilbúið til að gera betur og víki sér ekki undan málefnalegri gagnrýni á starf sambandsins. Því sé samtalið um ofbeldismál mikilvægt og ábendingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðkenda og áhugafólks um knattspyrnu vel tekið. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Að gefnu tilefni Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) leggur áherslu á fagleg vinnubrögð þegar fram koma ábendingar eða kvartanir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starfsemi innan hreyfingarinnar. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er fjölmenn og eru skráðir iðkendur um 30 þúsund. KSÍ hefur ríka hagsmuni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tekur þátt í starfsemi knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi upplifi öryggi og velferð í starfi sínu eða þátttöku og sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi. Ef tilkynningar um mál sem tengjast einelti eða ofbeldi (m.a. kynferðisofbeldi) koma inn á borð sambandsins er tryggt að þau fari í viðeigandi ferli. Allir verkferlar slíkra mála hafa verið endurbættir og hafði fyrsta bylgja #Metoo m.a. áhrif þar á. Jafnréttisáætlun og jafnréttisstefna sambandsins hafa verið uppfærðar og er þar fjallað sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi. Þá hefur KSÍ staðið fyrir vinnustofu um kynferðisofbeldi fyrir aðildarfélög sín og bætt fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námsefni þjálfaramenntunar. Eins og gefur að skilja eru mál sem varða kynferðisofbeldi vandmeðfarin og kallar meðferð þeirra á fagleg, vönduð og ekki síður yfirveguð vinnubrögð. Ef grunur er um lögbrot er ávallt hvatt til aðkomu lögregluyfirvalda og eins er leitað aðstoðar hjá Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála, sem er sérfræðingur ríkisins í meðferð slíkra mála. KSÍ getur ekki tjáð sig um einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug. KSÍ er ávallt tilbúið til að gera betur og víkur sér ekki undan málefnalegri gagnrýni á starf sambandsins. Því er samtalið um ofbeldismál mikilvægt og ábendingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðkenda og áhugafólks um knattspyrnu vel tekið. Kveðja / Regards, KSÍ / FA of Iceland
Að gefnu tilefni Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) leggur áherslu á fagleg vinnubrögð þegar fram koma ábendingar eða kvartanir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starfsemi innan hreyfingarinnar. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er fjölmenn og eru skráðir iðkendur um 30 þúsund. KSÍ hefur ríka hagsmuni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tekur þátt í starfsemi knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi upplifi öryggi og velferð í starfi sínu eða þátttöku og sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi. Ef tilkynningar um mál sem tengjast einelti eða ofbeldi (m.a. kynferðisofbeldi) koma inn á borð sambandsins er tryggt að þau fari í viðeigandi ferli. Allir verkferlar slíkra mála hafa verið endurbættir og hafði fyrsta bylgja #Metoo m.a. áhrif þar á. Jafnréttisáætlun og jafnréttisstefna sambandsins hafa verið uppfærðar og er þar fjallað sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi. Þá hefur KSÍ staðið fyrir vinnustofu um kynferðisofbeldi fyrir aðildarfélög sín og bætt fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námsefni þjálfaramenntunar. Eins og gefur að skilja eru mál sem varða kynferðisofbeldi vandmeðfarin og kallar meðferð þeirra á fagleg, vönduð og ekki síður yfirveguð vinnubrögð. Ef grunur er um lögbrot er ávallt hvatt til aðkomu lögregluyfirvalda og eins er leitað aðstoðar hjá Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála, sem er sérfræðingur ríkisins í meðferð slíkra mála. KSÍ getur ekki tjáð sig um einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug. KSÍ er ávallt tilbúið til að gera betur og víkur sér ekki undan málefnalegri gagnrýni á starf sambandsins. Því er samtalið um ofbeldismál mikilvægt og ábendingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðkenda og áhugafólks um knattspyrnu vel tekið. Kveðja / Regards, KSÍ / FA of Iceland
KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51
Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06
Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01