Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2021 07:01 Tæplega fjögur hundruð nemendur eru í Giljaskóla sem er fyrir nemendur í íbúðabyggðinni í Giljahverfi. Giljaskóli Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða. Heiðar ræddi kúrsinn í Bítinu á Bylgjunni. Hann segir að um hafi verið að ræða framhaldskúrs af námskeiðinu Fávitar sem hann bauð upp á í vetur. Hann segir hugmyndina hafa kviknað í kjölfar #metoo. „Ég sá yngri krakka sem voru ekkert að fylgjast með metoo og höguðu sér eins og ekkert svoleiðis væri í gangi,“ segir Heiðar. Hann hafði áhyggjur að framfaraskrefin með bylgjunni myndu gleymast með nýrri kynslóð og ákvað að búa til námskeið. Sótti innblástur til Sólborgar „Ég kenndi kúrs sem ég skýrði Fávitar. Hann var vel sóttur og gekk vel,“ segir Heiðar. Raunar hafi kúrsinn gengið frábærlega og tímarnir verið mjög góðir. Hann dáðist að því sem Sólborg Guðbrandsdóttir var að gera með Instagram-reikninginn Fávitar og mótaði námskeiðið út frá því. „Ég held ég hafi fengið krakka [á námskeiðið] sem vissu meira en meðalkrakkinn og voru alveg sterk, en ekki viss um að það sem þau vissu væri rétt.“ Þannig hafi stúlknahópurinn talið sig vita ýmislegt er varðaði kynlíf og samskipti kynjanna en viljað fá fulla vissu. Til dæmis um það að þær væru í fullum rétti til að neita strákum fram í rauðan dauðann um hluti sem þeim liði ekki vel með, þótt strákurinn væri kærasti. Gróft kynlíf væri til að mynda eitthvað sem alls ekki allir stunduðu. „Það er alltaf hægt að finna sameiginlegan ramma. Ef fólk finnur hann ekki þá þarf að meta hvort þau eigi samleið yfir höfuð,“ segir Heiðar. Átti að fara um víðan völl Áfanginn hafi gengið svo vel að hann hafi strax farið að skipuleggja framhaldið fyrir komandi vetur. Þar hafi átt að snerta á mörgum hlutum. Getnaðarvörnum, blæðingum, kynsjúkdómum, daðri, brjóstum, hjálpartækjum, typpum, píkum, fyrstu kynlífsreynslu, fullnægingum, sleipiefnum, lögum um kynferðisofbeldi, hótanir, hvar frekari upplýsingar mætti vinna og fleira í þeim dúrnum. Nemendurnir í fyrra hafi svo kosið um nafn á framhaldskúrsinn. Rúnk og réttindi varð niðurstaðan. En ekkert verður af kúrsinum. Heiðar segist hafa heyrt efasemdaraddir en stærstu mistökin hans hafi verið að breyta áfangalýsingunni, sem byggðist á upptalningunni hér að ofan. „Nú var hún að nemendur mættu leggja inn óskir um áhersluatriði sem tengjast líkömunum, kynjunum, kynfærunum, kynlífinu, samskiptum kynjanna og allt sem hægt er að tengja við þar.“ Markmiðið væri að nemendur nytu kynlífs og kæmu fram við aðra af virðingu. Graðir gaurar dæli út skilaboðum Heiðar er um fertugt en telur unglinga í dag hafa svipaða sýn á kynlíf og hann sjálfur fyrir 25 árum eða svo. Stærsti munurinn sé aðgengi að samskiptamiðlum. „Þau eru að glíma við allt það sama plús það. Það er rosalega stór pakki sem er kominn inn í lífið þeirra. Nú er búið að henda yfir þau öllu sem klám býður upp á, miklu meira magni en var. Svo eru líka bara graðir gaurar sem eru að senda tugum stelpna áreitni á hverju kvöldi. Annaðhvort snyrtilega viðreynslu eða eitthvað gróft,“ segir Heiðar. Hann upplifi sem stúlkur hafi þarft sannfæringuna um að rétt væri að standa í lappirnar. Stúlka væri ekki tepra þótt hún væri ekki að bregðast við þessu áreiti. Ekki nægur áhugi Vala Björk Stefánsdóttir, deildarstjóri eldra stigs/staðgengill skólastjóra, segir ástæðuna fyrir því að námskeiðið var fellt niður einfaldlega þá að næg þátttaka náðist ekki. Nemendur hafi valið önnur námskeið. Hún hafi ekki heyrt neinar óánægjuraddir. Margar valgreinar séu í boði og þessi kúrs alls ekki sá eini þar sem þátttaka náðist ekki. „Það er mjög mismunandi frá ári til árs hvaða áfangar eru vinsælir.“ Akureyri Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Heiðar ræddi kúrsinn í Bítinu á Bylgjunni. Hann segir að um hafi verið að ræða framhaldskúrs af námskeiðinu Fávitar sem hann bauð upp á í vetur. Hann segir hugmyndina hafa kviknað í kjölfar #metoo. „Ég sá yngri krakka sem voru ekkert að fylgjast með metoo og höguðu sér eins og ekkert svoleiðis væri í gangi,“ segir Heiðar. Hann hafði áhyggjur að framfaraskrefin með bylgjunni myndu gleymast með nýrri kynslóð og ákvað að búa til námskeið. Sótti innblástur til Sólborgar „Ég kenndi kúrs sem ég skýrði Fávitar. Hann var vel sóttur og gekk vel,“ segir Heiðar. Raunar hafi kúrsinn gengið frábærlega og tímarnir verið mjög góðir. Hann dáðist að því sem Sólborg Guðbrandsdóttir var að gera með Instagram-reikninginn Fávitar og mótaði námskeiðið út frá því. „Ég held ég hafi fengið krakka [á námskeiðið] sem vissu meira en meðalkrakkinn og voru alveg sterk, en ekki viss um að það sem þau vissu væri rétt.“ Þannig hafi stúlknahópurinn talið sig vita ýmislegt er varðaði kynlíf og samskipti kynjanna en viljað fá fulla vissu. Til dæmis um það að þær væru í fullum rétti til að neita strákum fram í rauðan dauðann um hluti sem þeim liði ekki vel með, þótt strákurinn væri kærasti. Gróft kynlíf væri til að mynda eitthvað sem alls ekki allir stunduðu. „Það er alltaf hægt að finna sameiginlegan ramma. Ef fólk finnur hann ekki þá þarf að meta hvort þau eigi samleið yfir höfuð,“ segir Heiðar. Átti að fara um víðan völl Áfanginn hafi gengið svo vel að hann hafi strax farið að skipuleggja framhaldið fyrir komandi vetur. Þar hafi átt að snerta á mörgum hlutum. Getnaðarvörnum, blæðingum, kynsjúkdómum, daðri, brjóstum, hjálpartækjum, typpum, píkum, fyrstu kynlífsreynslu, fullnægingum, sleipiefnum, lögum um kynferðisofbeldi, hótanir, hvar frekari upplýsingar mætti vinna og fleira í þeim dúrnum. Nemendurnir í fyrra hafi svo kosið um nafn á framhaldskúrsinn. Rúnk og réttindi varð niðurstaðan. En ekkert verður af kúrsinum. Heiðar segist hafa heyrt efasemdaraddir en stærstu mistökin hans hafi verið að breyta áfangalýsingunni, sem byggðist á upptalningunni hér að ofan. „Nú var hún að nemendur mættu leggja inn óskir um áhersluatriði sem tengjast líkömunum, kynjunum, kynfærunum, kynlífinu, samskiptum kynjanna og allt sem hægt er að tengja við þar.“ Markmiðið væri að nemendur nytu kynlífs og kæmu fram við aðra af virðingu. Graðir gaurar dæli út skilaboðum Heiðar er um fertugt en telur unglinga í dag hafa svipaða sýn á kynlíf og hann sjálfur fyrir 25 árum eða svo. Stærsti munurinn sé aðgengi að samskiptamiðlum. „Þau eru að glíma við allt það sama plús það. Það er rosalega stór pakki sem er kominn inn í lífið þeirra. Nú er búið að henda yfir þau öllu sem klám býður upp á, miklu meira magni en var. Svo eru líka bara graðir gaurar sem eru að senda tugum stelpna áreitni á hverju kvöldi. Annaðhvort snyrtilega viðreynslu eða eitthvað gróft,“ segir Heiðar. Hann upplifi sem stúlkur hafi þarft sannfæringuna um að rétt væri að standa í lappirnar. Stúlka væri ekki tepra þótt hún væri ekki að bregðast við þessu áreiti. Ekki nægur áhugi Vala Björk Stefánsdóttir, deildarstjóri eldra stigs/staðgengill skólastjóra, segir ástæðuna fyrir því að námskeiðið var fellt niður einfaldlega þá að næg þátttaka náðist ekki. Nemendur hafi valið önnur námskeið. Hún hafi ekki heyrt neinar óánægjuraddir. Margar valgreinar séu í boði og þessi kúrs alls ekki sá eini þar sem þátttaka náðist ekki. „Það er mjög mismunandi frá ári til árs hvaða áfangar eru vinsælir.“
Akureyri Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira