Við lækkum skatta og álögur Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Ragnar Sigurðsson skrifa 17. ágúst 2021 22:30 Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag. Ennfremur gerir það okkur kleift að mæta margvíslegum áskorunum framtíðarinnar hvort sem það er á sviði atvinnumála, loftslagsmála, heilbrigðismála, samgangna eða menntamála. Lægri skattar á atvinnulífið Mikilvægt er að auka svigrúm atvinnulífsins til að fjölga störfum og skapa aukin verðmæti. Lægri skattar ýta undir aukin umsvif fyrirtækja og veita þeim nauðsynlegt svigrúm til athafna og vaxtar. Tryggingagjaldið þarf að lækka og eins er nauðsynlegt að lækka fjármagnstekjuskattinn og stuðla þannig að aukinni fjárfestingu innan atvinnulífsins. Við lækkum skatta Sú mýta heyrist gjarnan úr röðum andstæðinga að Sjálfstæðisflokkurinn lofi skattalækkunum fyrir kosningar en lítið sé um efndir. Staðreyndirnar tala hins vegar öðru máli. ●Tekjuskattur einstaklinga lækkaði á árunum 2014- 2018 og aftur á þessu kjörtímabili með innleiðingu nýs lægra skattþreps. Með innleiðingu ný lægra skattþreps varð tekjuskattur einstaklinga um 21 milljarði króna lægri á ári. ●Endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við nýbyggingar, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis var hækkað úr 60% í 100% og útvíkkað þannig að það næði m.a. til bílaviðgerða. ●Tryggingagjaldið hefur lækkað. Tryggingagjaldið í dag er 6,1% en var 7,7% árið 2013. ●Virðisaukaskattur var 25,5% en hefur verið lækkaður niður í 24%. Virðisaukaskattur á getnaðarvörnum var færður í lægra virðisaukaskattsþrep og nemur nú 11%. ●Þá hafa tollar og vörugjöld verið afnumin af ýmsum vörutegundum á undanförnum árum sem hefur skilað sér í lægra verðlagi fyrir neytendur. ●Skattleysismörk erfðafjár fór úr einni og hálfri milljón í fimm. ●Skerðingarmörk barnabóta hafa hækkað. ●Frá og með síðustu áramótum var söluhagnaður frístundahúsnæðis, sem nýtt hefur verið til eigin nota, verið í eigu viðkomandi í sjö ár eða lengur og fellur undir stærðarmörk laga, ekki lengur skattlagður og viðkomandi mun ekki sæta skerðingum á réttindum almannatrygginga. Þessi breyting kemur ekki síst eldri borgurum til góða. ●Frítekjumark fjármagnstekna hefur verið tvöfaldað – hækkar úr 150 í 300 þúsund krónur. Þetta eru dæmi um álögur og skatta sem lækkað hafa á undanförnum árum. Slíkar lækkanir skila sér í öflugra atvinnulífi og aukinni hagsæld vinnandi fólks. Betur má ef duga skal og á næstu árum þurfum við að stíga frekari skref í þessa átt til að örva framfarir og uppbyggingu. Það leggur grunninn að aukinni velferð fyrir alla. Höfundar skipa 2. og 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Ragnar Sigurðsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag. Ennfremur gerir það okkur kleift að mæta margvíslegum áskorunum framtíðarinnar hvort sem það er á sviði atvinnumála, loftslagsmála, heilbrigðismála, samgangna eða menntamála. Lægri skattar á atvinnulífið Mikilvægt er að auka svigrúm atvinnulífsins til að fjölga störfum og skapa aukin verðmæti. Lægri skattar ýta undir aukin umsvif fyrirtækja og veita þeim nauðsynlegt svigrúm til athafna og vaxtar. Tryggingagjaldið þarf að lækka og eins er nauðsynlegt að lækka fjármagnstekjuskattinn og stuðla þannig að aukinni fjárfestingu innan atvinnulífsins. Við lækkum skatta Sú mýta heyrist gjarnan úr röðum andstæðinga að Sjálfstæðisflokkurinn lofi skattalækkunum fyrir kosningar en lítið sé um efndir. Staðreyndirnar tala hins vegar öðru máli. ●Tekjuskattur einstaklinga lækkaði á árunum 2014- 2018 og aftur á þessu kjörtímabili með innleiðingu nýs lægra skattþreps. Með innleiðingu ný lægra skattþreps varð tekjuskattur einstaklinga um 21 milljarði króna lægri á ári. ●Endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við nýbyggingar, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis var hækkað úr 60% í 100% og útvíkkað þannig að það næði m.a. til bílaviðgerða. ●Tryggingagjaldið hefur lækkað. Tryggingagjaldið í dag er 6,1% en var 7,7% árið 2013. ●Virðisaukaskattur var 25,5% en hefur verið lækkaður niður í 24%. Virðisaukaskattur á getnaðarvörnum var færður í lægra virðisaukaskattsþrep og nemur nú 11%. ●Þá hafa tollar og vörugjöld verið afnumin af ýmsum vörutegundum á undanförnum árum sem hefur skilað sér í lægra verðlagi fyrir neytendur. ●Skattleysismörk erfðafjár fór úr einni og hálfri milljón í fimm. ●Skerðingarmörk barnabóta hafa hækkað. ●Frá og með síðustu áramótum var söluhagnaður frístundahúsnæðis, sem nýtt hefur verið til eigin nota, verið í eigu viðkomandi í sjö ár eða lengur og fellur undir stærðarmörk laga, ekki lengur skattlagður og viðkomandi mun ekki sæta skerðingum á réttindum almannatrygginga. Þessi breyting kemur ekki síst eldri borgurum til góða. ●Frítekjumark fjármagnstekna hefur verið tvöfaldað – hækkar úr 150 í 300 þúsund krónur. Þetta eru dæmi um álögur og skatta sem lækkað hafa á undanförnum árum. Slíkar lækkanir skila sér í öflugra atvinnulífi og aukinni hagsæld vinnandi fólks. Betur má ef duga skal og á næstu árum þurfum við að stíga frekari skref í þessa átt til að örva framfarir og uppbyggingu. Það leggur grunninn að aukinni velferð fyrir alla. Höfundar skipa 2. og 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun