Debicki og West taka við hlutverkunum af Emmu Corrin og Josh O' Connor sem léku yngri útgáfur af Díönu og Karli í fjórðu þáttaröð The Crown sem fjallar um Elísabetu II Bretlandsdrottningu og fjölskyldu hennar.
Tökur eru hafnar á fimmtu þáttaröðinni sem mun að öllum líkindum fjalla um tíunda áratuginn sem var tíðindamikill í lífi konungsfjölskyldunnar. Líklegt er að þáttaröðin muni fjalla um skilnað Karls og Díönu en óvíst er hvort hún muni ná til ársins 1997, þegar Díana lést í bílslysi.
Búist er við að fimmta þáttaröðin sé sú næstsíðasta í röðinni en þættirnir vinsælu hófu göngu sína árið 2016.