Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Snorri Másson skrifar 18. ágúst 2021 12:42 Sigríður Kristinsdóttir er sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend mynd Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07