María vildi lítið tjá sig um málið en segir að umrætt atvik hafi átt sér stað áður en hún tók við skólastjórastöðunni þann 1. ágúst síðastliðinn.
Í tölvupósti hennar til foreldra kemur fram að viðkomandi starfsmaður hafi verið sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir. Þá séu skólastjórnendur í samskiptum við Barnavernd og Reykjavíkurborg vegna málsins.
„Það sem skiptir mestu máli er að börnin ykkar séu örugg og hamingjusöm hér í Sælukoti og við munum gera allt sem við getum til að leysa málið eins hratt og hægt er,“ segir í póstinum.