Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2021 16:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill fara hægt í sakirnar. Vísir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi var afhent fjölmiðlum í dag. Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Vilja taka eitt skref í einu Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði Svandís að minnisblaðið væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin væri með til skoðunar á meðan hún ræðir framtíðarfyrirkomulag takmarkana. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag.“ „Hann er að senda mér þetta sem sitt innlegg til lengri framtíðar. Þannig að þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu,“ sagði Svandís jafnframt um minnisblaðið. Verði að fylgja sóttvarnalögum Núgildandi innanlandstakmarkanir gilda til og með 27. ágúst en Svandís leggur áherslu á að um sé að ræða óvenjulegt minnisblað sem verði ekki lagt til grundvallar næstu aðgerðum. „Eins og málin liggja þá sendir sóttvarnarlæknir mér tillögur sem lúta að næstu aðgerðum á grundvelli sóttvarnalaga en þarna er hann að meira að koma með tillögur sínar um framtíðarsýn inn í næstu mánuði og misseri.“ Samkvæmt lögum verði stjórnvöld ávallt að taka ákvarðanir sem eru byggðar á þeirri lýðheilsuógn sem blasi við á hverjum tíma. „Á grundvelli sóttvarnalaga getum við ekki sett einhverjar takmarkanir inn í mánuði, misseri og ég tala nú ekki um lengri tíma. En hins vegar þurfa stjórnvöld og samfélagið að stilla saman strengi um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur. Er möguleiki að partur af þeirri framtíðarsýn sé að vera með takmarkanir af þessu tagi? Mér finnst það vera eitt að því sem við þurfum að ræða um.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi var afhent fjölmiðlum í dag. Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Vilja taka eitt skref í einu Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði Svandís að minnisblaðið væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin væri með til skoðunar á meðan hún ræðir framtíðarfyrirkomulag takmarkana. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag.“ „Hann er að senda mér þetta sem sitt innlegg til lengri framtíðar. Þannig að þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu,“ sagði Svandís jafnframt um minnisblaðið. Verði að fylgja sóttvarnalögum Núgildandi innanlandstakmarkanir gilda til og með 27. ágúst en Svandís leggur áherslu á að um sé að ræða óvenjulegt minnisblað sem verði ekki lagt til grundvallar næstu aðgerðum. „Eins og málin liggja þá sendir sóttvarnarlæknir mér tillögur sem lúta að næstu aðgerðum á grundvelli sóttvarnalaga en þarna er hann að meira að koma með tillögur sínar um framtíðarsýn inn í næstu mánuði og misseri.“ Samkvæmt lögum verði stjórnvöld ávallt að taka ákvarðanir sem eru byggðar á þeirri lýðheilsuógn sem blasi við á hverjum tíma. „Á grundvelli sóttvarnalaga getum við ekki sett einhverjar takmarkanir inn í mánuði, misseri og ég tala nú ekki um lengri tíma. En hins vegar þurfa stjórnvöld og samfélagið að stilla saman strengi um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur. Er möguleiki að partur af þeirri framtíðarsýn sé að vera með takmarkanir af þessu tagi? Mér finnst það vera eitt að því sem við þurfum að ræða um.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26