Kári: Ekkert fokking væl Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. ágúst 2021 21:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að það verði ekki umflúið að halda svipuðum samkomutakmörkunum og nú eru í gildi næstu eitt til tvö árin. Hann er bjartsýnn á að þjóðin haldi áfram að tækla verkefnið af krafti þó ljóst sé að það sé orðið örlítið lengra en menn höfðu vonast til í upphafi. Kári er þannig í meginatriðum sammála því sem fram kemur í minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn til heilbrigðisráðherra þar sem hann fjallar um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. Þar segist Þórólfur telja „ólíklegt að hægt verði að búa hér við takmarkalaust samfélag á meðan Covid-19 geisar í heiminum“. Hér þurfi áfram að vera samkomutakmarkanir sem gætu miðast við 200 manns, eins metra nándarregla ætti áfram að vera í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja nándarmörkin. Við slíkar yfirlýsingar er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvenær búist sé við að faraldurinn hætti að geisa í heiminum. „Ég hugsa að við verðum að ströggla við hann næstu eitt eða tvö árin. Nema það komi fram einhver bóluefni sem minnka smit, koma ekki bara í veg fyrir lasleika. En við skulum taka það fram að þessi spá mín um eitt til tvö ár, hún byggir ekki á sérstakri bjartsýni,“ segir Kári Stefánsson, sem telur menn hafa fengið nóg af bjartsýnisspám sem síðan ekki standast. Tími sé kominn til að við áttum okkur á að við stöndum frammi fyrir langtímaverkefni. „En taktu eftir því að það hefur gengið frábærlega vel að höndla þessa farsótt. Við búum í frjálsu landi. Maður vaknar á morgnana og þakkar skaparanum fyrir það að við skulum ekki vera í Afganistan. Þannig við erum bara á fínum stað. Ekkert fokking væl,“ segir Kári. Hann kveðst bjartsýnn á að baráttan eigi eftir að ganga vel á næstu misserum: „Þetta verður miklu meira langtímaverkefni en við héldum en ég er bjartsýnn á það. Og þeir sem eru að hnýta í fóstbróður minn Þórólf og segja að hann sé vandamálið þeir bara gleyma því að óvinurinn er pínu-, agnarlítil veira, ekki sóttvarnalæknir, ekki aðgerðir til þess að hemja þessa pest, heldur þessi veira.“ Eðlilegar hömlur fyrir staði sem selja minni hömlur Í minnisblaði Þórólfs leggur hann einnig til að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði óbreyttur frá því sem nú er á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Það þýðir að barir og skemmtistaðir gætu ekki selt fólki drykki eftir klukkan ellefu á kvöldin og að allir þyrftu að vera farnir út af stöðunum á miðnætti. Bareigendur hafa lýst óánægju sinni með þessa sýn Þórólfs á næstu mánuði og gekk einn svo langt að kalla þetta dauðadóm fyrir rekstraraðila sem reka bari- og skemmtistaði í miðbænum. En Kári telur þetta eðlilega ráðstöfun í heimsfaraldri: „Sá staður sem er að markaðssetja og selja mönnum lyf sem minnka hömlur þeirra þeir verða að búa við þetta. Það er að segja: Ein aðaltekjulind þessara staða er að selja mönnum vökva sem minnkar hömlur sem gerir það að verkum að það er erfiðara fyrir fólk að virða eins metra regluna, erfiðara fyrir fólk að haga sér í samræmi við nauðsyn í þessum faraldri. Og ef menn líta á það sem mikla frelsisskerðingu þá fá þeir litla samúð frá mér.“ Hann bendir á að takmarkanirnar sem sóttvarnalæknir talar um í minnisblaðinu, sem eru í meginatriðum þær sömu og eru nú í gildi, séu ekki mjög strangar. „Við lifum býsna normal lífi. Ég held að það væri hægt að nýta tónleikarými eins og Eldborgina vel ef menn hólfaskipta, hleypa ekki öllum út í einu og svo framvegis. Þannig ég held að þetta eigi eftir að verða í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir „Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9. ágúst 2021 18:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Kári er þannig í meginatriðum sammála því sem fram kemur í minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn til heilbrigðisráðherra þar sem hann fjallar um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. Þar segist Þórólfur telja „ólíklegt að hægt verði að búa hér við takmarkalaust samfélag á meðan Covid-19 geisar í heiminum“. Hér þurfi áfram að vera samkomutakmarkanir sem gætu miðast við 200 manns, eins metra nándarregla ætti áfram að vera í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja nándarmörkin. Við slíkar yfirlýsingar er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvenær búist sé við að faraldurinn hætti að geisa í heiminum. „Ég hugsa að við verðum að ströggla við hann næstu eitt eða tvö árin. Nema það komi fram einhver bóluefni sem minnka smit, koma ekki bara í veg fyrir lasleika. En við skulum taka það fram að þessi spá mín um eitt til tvö ár, hún byggir ekki á sérstakri bjartsýni,“ segir Kári Stefánsson, sem telur menn hafa fengið nóg af bjartsýnisspám sem síðan ekki standast. Tími sé kominn til að við áttum okkur á að við stöndum frammi fyrir langtímaverkefni. „En taktu eftir því að það hefur gengið frábærlega vel að höndla þessa farsótt. Við búum í frjálsu landi. Maður vaknar á morgnana og þakkar skaparanum fyrir það að við skulum ekki vera í Afganistan. Þannig við erum bara á fínum stað. Ekkert fokking væl,“ segir Kári. Hann kveðst bjartsýnn á að baráttan eigi eftir að ganga vel á næstu misserum: „Þetta verður miklu meira langtímaverkefni en við héldum en ég er bjartsýnn á það. Og þeir sem eru að hnýta í fóstbróður minn Þórólf og segja að hann sé vandamálið þeir bara gleyma því að óvinurinn er pínu-, agnarlítil veira, ekki sóttvarnalæknir, ekki aðgerðir til þess að hemja þessa pest, heldur þessi veira.“ Eðlilegar hömlur fyrir staði sem selja minni hömlur Í minnisblaði Þórólfs leggur hann einnig til að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði óbreyttur frá því sem nú er á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Það þýðir að barir og skemmtistaðir gætu ekki selt fólki drykki eftir klukkan ellefu á kvöldin og að allir þyrftu að vera farnir út af stöðunum á miðnætti. Bareigendur hafa lýst óánægju sinni með þessa sýn Þórólfs á næstu mánuði og gekk einn svo langt að kalla þetta dauðadóm fyrir rekstraraðila sem reka bari- og skemmtistaði í miðbænum. En Kári telur þetta eðlilega ráðstöfun í heimsfaraldri: „Sá staður sem er að markaðssetja og selja mönnum lyf sem minnka hömlur þeirra þeir verða að búa við þetta. Það er að segja: Ein aðaltekjulind þessara staða er að selja mönnum vökva sem minnkar hömlur sem gerir það að verkum að það er erfiðara fyrir fólk að virða eins metra regluna, erfiðara fyrir fólk að haga sér í samræmi við nauðsyn í þessum faraldri. Og ef menn líta á það sem mikla frelsisskerðingu þá fá þeir litla samúð frá mér.“ Hann bendir á að takmarkanirnar sem sóttvarnalæknir talar um í minnisblaðinu, sem eru í meginatriðum þær sömu og eru nú í gildi, séu ekki mjög strangar. „Við lifum býsna normal lífi. Ég held að það væri hægt að nýta tónleikarými eins og Eldborgina vel ef menn hólfaskipta, hleypa ekki öllum út í einu og svo framvegis. Þannig ég held að þetta eigi eftir að verða í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir „Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9. ágúst 2021 18:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9. ágúst 2021 18:32
Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10