Tom Brady með strákinn sinn á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 17:30 Tom Brady er á fullu að undirbúa sig fyrir sitt annað tímabil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Douglas P. DeFelice Tom Brady hélt upp á 44 ára afmælið sitt í byrjun mánaðarins og þessi lifandi goðsögn er nú að fullu að undirbúa sig fyrir sitt 22. tímabil í NFL-deildinni. Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída. NFL Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sjá meira
Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída.
NFL Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sjá meira