Tekjur Íslendinga: Skattadrottning seinasta árs er stærðfræðikennari Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 16:16 Stundin birtir áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Inga Dóra Sigurðardóttir, stærðfræðikennari við Verzlunarskólann, var skattadrottning Íslands í fyrra. Inga hagnaðist, ásamt eiginmanni sínum Berki Arnviðarssyni, um tæpa tvo milljarða króna á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec. Áætlaðar árstekjur hennar eru 1.995 milljónir króna en tekjur Barkar af sölunni eru jafnframt skráðar á hana. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem birtur er listi yfir tekjuhæstu Íslendingana árið 2020. Börkur er einn stofnandi ChemoMetec en tveir synir þeirra högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Telst fjölskyldan vera sú tekjuhæsta á Íslandi á seinasta ári. Hagnaður jókst um þúsund prósent vegna Covid-19 Rekstur ChemoMetec tók stakkaskiptum í heimsfaraldrinum en fyrirtækið selur meðal annars mælitæki og greiningarlausnir sem hafa verið nýtt í baráttunni gegn Covid-19. Þannig voru framleiðsluvörur fyrirtækisins meðal annars notaðar við þróun á bóluefni AstraZeneca. Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að virði hlutabréfa í fyrirtækinu hafi tæplega þrefaldast milli seinni hluta 2019 og seinni hluta 2020 en á síðasta ári jókst hagnaður félagsins um tæplega 1.000 prósent milli ára. Í sérblaðinu sem kom út í dag birtir Stundin áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Ólíkt tekjublöðum DV og Frjálsrar verslunar tekur Stundin einnig mið af greiddum fjármagnstekjuskatti sem hlýst af sölu eigna en ekki bara útsvarsskyldum tekjum. Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir samkvæmt hátekjulista Stundarinnar Inga Dóra Sigurðardóttir stærðfræðikennari - 1.994.849.399 kr. Ragnar Guðjónsson útgerðarmaður - 1.633.390.548 kr. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri - 1.457.466.712 kr. Árni Oddur Þórðarson fjárfestir, eigandi Eyris Invest og forstj. Marel - 680.771.664 kr. Hinrik Kristjánsson fyrrv. eigandi fiskvinnslunnar Kambs - 656.904.641 kr. Hjörleifur Þór Jakobsson fjárfestir - 573.887.252 kr. Kristján Loftsson fjárfestir og forstjóri Hvals hf - 549.375.629 kr. Bergþór Jónsson fjárfestir í byggingaiðnaði - 546.779.572 kr. Fritz Hendrik Berndsen fjárfestir í byggingaiðnaði - 529.437.140 kr. Einar Benediktsson fyrrverandi eigandi og forstjóri Olís - 441.525.551 kr. Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24 Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Áætlaðar árstekjur hennar eru 1.995 milljónir króna en tekjur Barkar af sölunni eru jafnframt skráðar á hana. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem birtur er listi yfir tekjuhæstu Íslendingana árið 2020. Börkur er einn stofnandi ChemoMetec en tveir synir þeirra högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Telst fjölskyldan vera sú tekjuhæsta á Íslandi á seinasta ári. Hagnaður jókst um þúsund prósent vegna Covid-19 Rekstur ChemoMetec tók stakkaskiptum í heimsfaraldrinum en fyrirtækið selur meðal annars mælitæki og greiningarlausnir sem hafa verið nýtt í baráttunni gegn Covid-19. Þannig voru framleiðsluvörur fyrirtækisins meðal annars notaðar við þróun á bóluefni AstraZeneca. Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að virði hlutabréfa í fyrirtækinu hafi tæplega þrefaldast milli seinni hluta 2019 og seinni hluta 2020 en á síðasta ári jókst hagnaður félagsins um tæplega 1.000 prósent milli ára. Í sérblaðinu sem kom út í dag birtir Stundin áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Ólíkt tekjublöðum DV og Frjálsrar verslunar tekur Stundin einnig mið af greiddum fjármagnstekjuskatti sem hlýst af sölu eigna en ekki bara útsvarsskyldum tekjum. Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir samkvæmt hátekjulista Stundarinnar Inga Dóra Sigurðardóttir stærðfræðikennari - 1.994.849.399 kr. Ragnar Guðjónsson útgerðarmaður - 1.633.390.548 kr. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri - 1.457.466.712 kr. Árni Oddur Þórðarson fjárfestir, eigandi Eyris Invest og forstj. Marel - 680.771.664 kr. Hinrik Kristjánsson fyrrv. eigandi fiskvinnslunnar Kambs - 656.904.641 kr. Hjörleifur Þór Jakobsson fjárfestir - 573.887.252 kr. Kristján Loftsson fjárfestir og forstjóri Hvals hf - 549.375.629 kr. Bergþór Jónsson fjárfestir í byggingaiðnaði - 546.779.572 kr. Fritz Hendrik Berndsen fjárfestir í byggingaiðnaði - 529.437.140 kr. Einar Benediktsson fyrrverandi eigandi og forstjóri Olís - 441.525.551 kr.
Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24 Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24
Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00
Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01