Fyrrum leikmaður Man. United sakaður um að hafa komið á fót glæpasamtökum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2021 23:01 Anderson er í vandræðum. Etsuo Hara/Getty Images Brasilíumaðurinn Anderson, fyrrum leikmaður Manchester United, er undir rannsókn brasilískra yfirvalda vegna ráns, peningaþvotts og myndun glæpasamtaka. Lögmaður hans þvertekur fyrir ásakanirnar. Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur. Enski boltinn Brasilía Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur.
Enski boltinn Brasilía Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira