Myndu leyfa mótefnalyfið ef Landspítali óskaði eftir því Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 22:26 Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. mynd/lyfjastofnun Lyfjastofnun myndi samþykkja notkun mótefnalyfsins Ronapreve ef Landspítalinn óskaði eftir því að fá að nota það í meðferð sjúklinga með Covid-19. Lyfið fékk leyfi í Bretlandi í gær. Vísir náði tali af Rúnu Hauksdóttur Hvannberg fyrr í kvöld til að spyrjast fyrir um hvort stofnunin væri með það til skoðunar að veita mótefnalyfinu leyfi á Íslandi. Hún sagði að til að skoða það þyrfti stofnuninni að berast beiðni um leyfi fyrir notkun þess frá Landspítalanum en slík beiðni hefði ekki borist enn. „En það er þannig að ef það kemur ósk um að nota þetta lyf, þá myndum við í öllum tilfellum veita það,“ segir hún. „Það væri til dæmis byggt á því að það eru ekki til mörg úrræði við Covid-19.“ Samkvæmt frétt The Guardian um leyfi bresku lyfjastofnunarinnar í gær segir að rannsóknir sýni að lyfið geti dregið úr líkum á spítalainnlögnum um allt að 70 prósent. Það virki sérstaklega vel ef það er gefið þeim sem fá einkenni Covid-19 mjög snemma í veikindaferlinu. Lyfið virðist einnig flýta fyrir bata sjúklinga, í sumum tilfellum um allt að fjóra daga. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var gefið lyfið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Evrópusambandið hefur heimilað notkun lyfsins í neyð og Lyfjastofnun Evrópu er nú með það í prófunum. Rúna segir að Lyfjastofnun Íslands myndi veita Landspítalanum leyfi til að nota lyfið ef honum þætti það æskilegt á grunni þessa leyfis Evrópusambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Evrópusambandið Landspítalinn Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Vísir náði tali af Rúnu Hauksdóttur Hvannberg fyrr í kvöld til að spyrjast fyrir um hvort stofnunin væri með það til skoðunar að veita mótefnalyfinu leyfi á Íslandi. Hún sagði að til að skoða það þyrfti stofnuninni að berast beiðni um leyfi fyrir notkun þess frá Landspítalanum en slík beiðni hefði ekki borist enn. „En það er þannig að ef það kemur ósk um að nota þetta lyf, þá myndum við í öllum tilfellum veita það,“ segir hún. „Það væri til dæmis byggt á því að það eru ekki til mörg úrræði við Covid-19.“ Samkvæmt frétt The Guardian um leyfi bresku lyfjastofnunarinnar í gær segir að rannsóknir sýni að lyfið geti dregið úr líkum á spítalainnlögnum um allt að 70 prósent. Það virki sérstaklega vel ef það er gefið þeim sem fá einkenni Covid-19 mjög snemma í veikindaferlinu. Lyfið virðist einnig flýta fyrir bata sjúklinga, í sumum tilfellum um allt að fjóra daga. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var gefið lyfið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Evrópusambandið hefur heimilað notkun lyfsins í neyð og Lyfjastofnun Evrópu er nú með það í prófunum. Rúna segir að Lyfjastofnun Íslands myndi veita Landspítalanum leyfi til að nota lyfið ef honum þætti það æskilegt á grunni þessa leyfis Evrópusambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Evrópusambandið Landspítalinn Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira