Fótbolti

Hólmar Örn skoraði í stórsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hólmar Örn kom Rosenborg á bragðið gegn Odd í norska boltanum í kvöld.
Hólmar Örn kom Rosenborg á bragðið gegn Odd í norska boltanum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í norska liðinu Rosenborg unnu 4-0 stórsigur gegn Odd þegar liðin mættust í norsku deildinni í dag. Hólmar Örn skoraði fyrsta mark leiksins.

Hólmar kom Rosenborg yfir strax áannari mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Jonathan Augustinsson. Þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan svo orðin 3-0 eftir mörk frá Noah Holm og Stefano Vecchia.

Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik, en Emil Konradsen Ceide skoraði fjórða mark heimamanna eftir tæplega klukkutíma leik. Vecchia bætti svo við sínu öðru marki, og fimmta og síðasta marki Rosenborg þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. 

Hölmar Örn og félagar eru því komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir 16 leiki, jafn mörg stig og Lilleström, en með betri markatölu. Andstæðingar kvöldsins sitja í tíunda sæti með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×