„Það síðasta sem við þurfum núna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 22:00 Bjarni Benediktsson segir alvarlegt hversu oft er gripið til verkfalls hér á landi. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. Líkt og komið hefur fram boðaði Félag íslenskra flugumferðarstjóra til verkfalls eftir um tólf klukkustunda fund með fulltrúum Isavia í nótt. Vinnustöðvunin er fyrirhuguð næsta þriðjudag en náist ekki samningar fyrir þann tíma mun allt millilandaflug fara úr skorðum og stöðvast í fimm tíma. Félagið boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Viðræðurnar stranda á samningstíma og launaprósentum, að sögn formanns félagsins. Bjarni segir ekki tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna líkt og staðan sé nú. „Þetta er bara alvarlegt mál og það er alvarlegt hversu oft við endum í beitingu verkfallsréttar á Íslandi miðað við það sem tíðkast víða annars staðar. En það er annað og stærra mál og hefur með vinnumarkaðsmódelið að gera og hlutverk ríkissáttasemjara, en í þessu tilviki er enn tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að menn leggi í þá vinnu sem þarf til þess að menn nái saman,“ segir hann. „Augljóslega þegar alþjóðaflugið á í hlut þá varðar þetta svo marga Íslendinga og svo mikilvæga hagsmuni fyrir okkur öll að það er ekkert annað í boði en að aðilarnir haldi áfram að tala saman, finnst mér.“ Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Vísir/Arnar Halldórsson „Dapurlegar fréttir“ Vinnustöðvunin myndi hafa mest áhrif á Icelandair af þeim flugrekstraraðilum sem starfa í Keflavík, en flugfélagið er með sjö komur og fjórtán brottfarir á áætlun, að sögn Jens Þórðarsonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. „Þetta eru mjög dapurlegar fréttir. Við störfum í atvinnugrein ferðaþjónustu sem hefur orðið fyrir ótrúlegum áföllum undanfarið, þúsundir starfsmanna hafa misst vinnuna eða þurft að taka á sig kjaraskerðingar í ferðaþjónustu. Ekki bara hjá Icelandair heldur hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum og Isavia fyrirtækinu sem flugumferðarstjórar vinna hjá,“ segir Jens. „Það er að bera í bakkafullan lækinn að þurfa að taka á sig frekari raskanir og óvissu núna og hefur í för með sér mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna og ímynd Íslands sem ferðaþjónustulands. Þess vegna er það okkar einlæga hvatning til þeirra að setjast að borðinu áður en að þessu kemur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Líkt og komið hefur fram boðaði Félag íslenskra flugumferðarstjóra til verkfalls eftir um tólf klukkustunda fund með fulltrúum Isavia í nótt. Vinnustöðvunin er fyrirhuguð næsta þriðjudag en náist ekki samningar fyrir þann tíma mun allt millilandaflug fara úr skorðum og stöðvast í fimm tíma. Félagið boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Viðræðurnar stranda á samningstíma og launaprósentum, að sögn formanns félagsins. Bjarni segir ekki tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna líkt og staðan sé nú. „Þetta er bara alvarlegt mál og það er alvarlegt hversu oft við endum í beitingu verkfallsréttar á Íslandi miðað við það sem tíðkast víða annars staðar. En það er annað og stærra mál og hefur með vinnumarkaðsmódelið að gera og hlutverk ríkissáttasemjara, en í þessu tilviki er enn tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að menn leggi í þá vinnu sem þarf til þess að menn nái saman,“ segir hann. „Augljóslega þegar alþjóðaflugið á í hlut þá varðar þetta svo marga Íslendinga og svo mikilvæga hagsmuni fyrir okkur öll að það er ekkert annað í boði en að aðilarnir haldi áfram að tala saman, finnst mér.“ Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Vísir/Arnar Halldórsson „Dapurlegar fréttir“ Vinnustöðvunin myndi hafa mest áhrif á Icelandair af þeim flugrekstraraðilum sem starfa í Keflavík, en flugfélagið er með sjö komur og fjórtán brottfarir á áætlun, að sögn Jens Þórðarsonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. „Þetta eru mjög dapurlegar fréttir. Við störfum í atvinnugrein ferðaþjónustu sem hefur orðið fyrir ótrúlegum áföllum undanfarið, þúsundir starfsmanna hafa misst vinnuna eða þurft að taka á sig kjaraskerðingar í ferðaþjónustu. Ekki bara hjá Icelandair heldur hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum og Isavia fyrirtækinu sem flugumferðarstjórar vinna hjá,“ segir Jens. „Það er að bera í bakkafullan lækinn að þurfa að taka á sig frekari raskanir og óvissu núna og hefur í för með sér mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna og ímynd Íslands sem ferðaþjónustulands. Þess vegna er það okkar einlæga hvatning til þeirra að setjast að borðinu áður en að þessu kemur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48
Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11