Real tilbúið að bjóða 200 milljónir evra í Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 09:01 Kylian Mbappé gæti verið á förum frá París. Getty/Alexander Hassenstein Það virðist sem Real Madrid sé tilbúið að henda öllu sem það á til þess að fá hinn 22 ára gamla Kylian Mbappé, leikmann París Saint-Germain og franska landsliðsins, í sínar raðir. Samkvæmt heimildum The Athletic er Real að undirbúa nýtt tilboð upp á 200 milljónir evra til að fá leikmann sem fæst frítt eftir aðeins tíu mánuði. Í gær bárust fregnir af því að Real Madríd hefði boðið allt upp að 160 milljónir evra í Mbappé. Hvernig tilboð Real hljómaði var þó ekki vitað en að öllum líkindum var ekki um eingreiðslu að ræða. Venjulega eru fjárhæðir af þessum toga boraðar yfir 2-3 ára tímabil. Heildarupphæðin nam samt sem áður 160 milljónum evra en Parísarliðið sagði takk en nei takk. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, virðist ekki hafa neinn áhuga á að selja Mbappé að svo stöddu. Það er þó vitað að Mbappé hefur alltaf viljað spila fyrir Real Madríd, það hefur verið draumur hans frá því hann var krakki. Þá hefur Real ekki farið leynt með áhuga sinn á leikmanninum. Mögulega telur Al-Khelaifi að Mbappé gæti skipt um skoðun og áhugi hans á Real dvínað eftir að spila með Gianluigi Donnarumma, Sergio Ramos og að sjálfsögðu Lionel Messi í vetur. Það er erfitt að færa rök fyrir því að Real sé á betri stað en PSG í dag og forseti félagsins vonast til að sú staðreynd sannfæri Mbappé - sem kostaði Parísarliðið 180 milljónir evra árið 2017 - um að vera áfram í París. Að því sögðu væri það glapræði að treysta á að Mbappé skipti um skoðun því ef svo er ekki þá getur hann farið frítt til Madrídar eftir rétt rúma tíu mánuði. Sem stendur virðist staða PSG vera sú að félagið ætli sér ekki að selja en á sama tíma er erfitt að segja nei við 200 milljónum evra. Það er hægt að kaupa töluvert af leikmönnum fyrir slíka upphæð, til að mynda Cristiano Ronaldo, Paul Pogba, Eduardo Camavinga eða Erling Braut Håland. Hvernig hefur samt Real Madríd – félag sem er nánast á kúpunni – efni á að borga 200 milljónir evra fyrir leikmann? Florentino Perez, forseti Real, er með Mbappé á heilanum. Hann er viss um að Mbappé verði næsta ofurstjarna í heimi fótboltans og slíkir leikmenn eiga heima í Real Madríd að mati Perez. Kórónufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt starf Madrídarliðsins og er mögulega ástæða þess að Zinedine Zidane ákvað að kalla þetta gott og hætta sem þjálfari liðsins. Tekjutap félagsins hefur verið gríðarlegt og þá bætir ekki úr skák að rúmar 600 milljónir evra voru settar í endurbætur á Santiago Bernabeu, heimavelli liðsins. Real hefur samt sem áður lagt allt í sölurnar til að finna fjármagn svo hægt sé að fá Mbappé til liðsins. Inside Mbappe - Real Madrid PSG braced for second bid closer to 200m but Nasser Al-Khelaifi does not want to sell this summer (can he resist?!) Implications for Pogba/Ronaldo/Camavinga Madrid want to land blow on PSG after Super League humiliationhttps://t.co/t5IgbtxZKa— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 25, 2021 Launakostnað hefur verið skorinn niður og hlustað á tilboð í alla þá sem hafa tvo fætur og geta sparkað í bolta. Það ku vera ástæðan fyrir því að Perez sagði Carlo Ancelotti, nýráðnum þjálfara liðsins, að hann yrði að sætta sig við Nacho og Eder Militao í miðverði þar sem það yrði ekki endursamið við Sergio Ramos og Raphaël Varane væri á förum. Ramos er í dag liðsfélagi Mbappé í París á meðan Varane var seldur til Manchester United á 40 milljónir evra. Martin Ødegaard var svo seldur til Arsenal þar sem enginn vildi kaupa Gareth Bale, Isco, Eden Hazard eða Luka Jovic. Félagið sparaði þó töluvert af pening með því að lána bæði Bale og Jovic á síðustu leiktíð. Þá voru Achraf Hakimi og Sergio Reguilon seldir á síðustu leiktíð og James Rodriguez fór frítt til Everton. Real hafði einnig náð samkomulagi við hollenska miðjumanninn Donny van de Beek en ákvað á endanum að fjárfesta ekki í honum og nýta peninginn frekar í Mbappé. Það er deginum ljósara að Real Madríd vill Mbappé og félagið fær oftast nær það sem það vill. Cristiano Ronaldo, Luka Modrić, Gareth Bale, Thibaut Courtois og Eden Hazard eru ágætis dæmi. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Sjá meira
Samkvæmt heimildum The Athletic er Real að undirbúa nýtt tilboð upp á 200 milljónir evra til að fá leikmann sem fæst frítt eftir aðeins tíu mánuði. Í gær bárust fregnir af því að Real Madríd hefði boðið allt upp að 160 milljónir evra í Mbappé. Hvernig tilboð Real hljómaði var þó ekki vitað en að öllum líkindum var ekki um eingreiðslu að ræða. Venjulega eru fjárhæðir af þessum toga boraðar yfir 2-3 ára tímabil. Heildarupphæðin nam samt sem áður 160 milljónum evra en Parísarliðið sagði takk en nei takk. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, virðist ekki hafa neinn áhuga á að selja Mbappé að svo stöddu. Það er þó vitað að Mbappé hefur alltaf viljað spila fyrir Real Madríd, það hefur verið draumur hans frá því hann var krakki. Þá hefur Real ekki farið leynt með áhuga sinn á leikmanninum. Mögulega telur Al-Khelaifi að Mbappé gæti skipt um skoðun og áhugi hans á Real dvínað eftir að spila með Gianluigi Donnarumma, Sergio Ramos og að sjálfsögðu Lionel Messi í vetur. Það er erfitt að færa rök fyrir því að Real sé á betri stað en PSG í dag og forseti félagsins vonast til að sú staðreynd sannfæri Mbappé - sem kostaði Parísarliðið 180 milljónir evra árið 2017 - um að vera áfram í París. Að því sögðu væri það glapræði að treysta á að Mbappé skipti um skoðun því ef svo er ekki þá getur hann farið frítt til Madrídar eftir rétt rúma tíu mánuði. Sem stendur virðist staða PSG vera sú að félagið ætli sér ekki að selja en á sama tíma er erfitt að segja nei við 200 milljónum evra. Það er hægt að kaupa töluvert af leikmönnum fyrir slíka upphæð, til að mynda Cristiano Ronaldo, Paul Pogba, Eduardo Camavinga eða Erling Braut Håland. Hvernig hefur samt Real Madríd – félag sem er nánast á kúpunni – efni á að borga 200 milljónir evra fyrir leikmann? Florentino Perez, forseti Real, er með Mbappé á heilanum. Hann er viss um að Mbappé verði næsta ofurstjarna í heimi fótboltans og slíkir leikmenn eiga heima í Real Madríd að mati Perez. Kórónufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt starf Madrídarliðsins og er mögulega ástæða þess að Zinedine Zidane ákvað að kalla þetta gott og hætta sem þjálfari liðsins. Tekjutap félagsins hefur verið gríðarlegt og þá bætir ekki úr skák að rúmar 600 milljónir evra voru settar í endurbætur á Santiago Bernabeu, heimavelli liðsins. Real hefur samt sem áður lagt allt í sölurnar til að finna fjármagn svo hægt sé að fá Mbappé til liðsins. Inside Mbappe - Real Madrid PSG braced for second bid closer to 200m but Nasser Al-Khelaifi does not want to sell this summer (can he resist?!) Implications for Pogba/Ronaldo/Camavinga Madrid want to land blow on PSG after Super League humiliationhttps://t.co/t5IgbtxZKa— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 25, 2021 Launakostnað hefur verið skorinn niður og hlustað á tilboð í alla þá sem hafa tvo fætur og geta sparkað í bolta. Það ku vera ástæðan fyrir því að Perez sagði Carlo Ancelotti, nýráðnum þjálfara liðsins, að hann yrði að sætta sig við Nacho og Eder Militao í miðverði þar sem það yrði ekki endursamið við Sergio Ramos og Raphaël Varane væri á förum. Ramos er í dag liðsfélagi Mbappé í París á meðan Varane var seldur til Manchester United á 40 milljónir evra. Martin Ødegaard var svo seldur til Arsenal þar sem enginn vildi kaupa Gareth Bale, Isco, Eden Hazard eða Luka Jovic. Félagið sparaði þó töluvert af pening með því að lána bæði Bale og Jovic á síðustu leiktíð. Þá voru Achraf Hakimi og Sergio Reguilon seldir á síðustu leiktíð og James Rodriguez fór frítt til Everton. Real hafði einnig náð samkomulagi við hollenska miðjumanninn Donny van de Beek en ákvað á endanum að fjárfesta ekki í honum og nýta peninginn frekar í Mbappé. Það er deginum ljósara að Real Madríd vill Mbappé og félagið fær oftast nær það sem það vill. Cristiano Ronaldo, Luka Modrić, Gareth Bale, Thibaut Courtois og Eden Hazard eru ágætis dæmi.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Sjá meira