Kjartan Henry: Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 20:49 Kjartan Henry skoraði gott mark sem dugði KR því miður ekki til sigurs. Vísir/Hulda Margrét KR fór og sótti þrjú stig á Akranes í kvöld þegar þeir mættu ÍA í Pepsi-Max deild karla. Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var glaður í leikslok. „Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira
„Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira