Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 7,3 milljarða og skuldir aukast Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 13:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 7.322 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlun gerði ráð fyrir 7.994 milljarða halla en frávik eru einkum sögð skýrast af hærri útsvarstekjum. Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54