Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 14:31 Tólfan var fáliðuð á landsleik gegn Rúmeníu í fyrrahaust. Nú er von á mun fleiri áhorfendum þegar Rúmenar mæta aftur í Laugardalinn næsta fimmtudag. vísir/hulda margrét Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara. KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara.
KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira