„Hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 10:01 Mikael Egill Ellertsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í byrjun næsta mánaðar. getty/Seb Daly Mikael Egill Ellertsson segir að það hafi komið sér á óvart að vera valinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta. Hann nýtur sín vel hjá ítalska B-deildarfélaginu SPAL en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið þess á dögunum. Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu. HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu.
HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira