Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 18:45 Lars Lagerbäck í góðum gír með fyrrum samstarfsfélaga sínum Heimi Hallgrímssyni. Mynd/Skjáskot Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram. „Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira