Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 11:39 Togarinn Páll Pálsson ÍS-102 er nefndur í höfuðið á fyrsta stjórnarformanni fyrirtæksins. Hraðfrystihúsið Gunnvör Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Einn úr áhöfninni var sendur í hraðpróf eftir að starfsmaður á skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið, fékk jákvæða niðurstöðu. Hefur sú greining verið staðfest með PCR-prófi og innan við tíu starfsmenn sendir í sóttkví. Ákveðið var að loka skrifstofu fyrirtækisins í Hnífsdal í dag vegna þessa. Niðurstöðu úr PCR-prófi skipverjans er að vænta í dag. „Við erum ekki komin með niðurstöðu úr þessu en vonum það besta. Það er allrar varúðar gætt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Nú sé sennilega unnið að því að flytja sýnið til Reykjavíkur. Hraðprófin reynst vel Hraðfrystihúsið Gunnvör komst í fréttirnar í október þegar nær allir skipverjar um borð í togaranum Júlíusi Geirssyni greindust með Covid-19. Voru skipstjóri og stjórnendur fyrirtækisins harðlega gagnrýndir þegar greint var frá því að skipverjar hafi staðið vaktina í þrjár vikur um borð, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið nú hafa snúið við blaðinu og að áhafnir frystitogara séu sendar í hraðpróf fyrir hvern túr. Heilbrigðisstarfsmaður á vegum fyrirtækisins sjái um framkvæmdina og þetta séu fyrstu tilfellin sem komi upp meðal starfsmanna frá hópsýkingunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þó er ekki venjan að skipverjar um borð í Páli Pálssyni og öðrum dagróðrabátum séu skimaðir áður en þeir fari í styttri ferðir. Áhöfn skipsins var snúið í land þegar starfsmaðurinn greindist á skrifstofunni þar sem talið var að einn skipverjinn væri útsettur. „Þessi hraðpróf geta hjálpað mikið og það hefur bara sannað sig,“ segir Einar Valur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Einn úr áhöfninni var sendur í hraðpróf eftir að starfsmaður á skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið, fékk jákvæða niðurstöðu. Hefur sú greining verið staðfest með PCR-prófi og innan við tíu starfsmenn sendir í sóttkví. Ákveðið var að loka skrifstofu fyrirtækisins í Hnífsdal í dag vegna þessa. Niðurstöðu úr PCR-prófi skipverjans er að vænta í dag. „Við erum ekki komin með niðurstöðu úr þessu en vonum það besta. Það er allrar varúðar gætt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Nú sé sennilega unnið að því að flytja sýnið til Reykjavíkur. Hraðprófin reynst vel Hraðfrystihúsið Gunnvör komst í fréttirnar í október þegar nær allir skipverjar um borð í togaranum Júlíusi Geirssyni greindust með Covid-19. Voru skipstjóri og stjórnendur fyrirtækisins harðlega gagnrýndir þegar greint var frá því að skipverjar hafi staðið vaktina í þrjár vikur um borð, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið nú hafa snúið við blaðinu og að áhafnir frystitogara séu sendar í hraðpróf fyrir hvern túr. Heilbrigðisstarfsmaður á vegum fyrirtækisins sjái um framkvæmdina og þetta séu fyrstu tilfellin sem komi upp meðal starfsmanna frá hópsýkingunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þó er ekki venjan að skipverjar um borð í Páli Pálssyni og öðrum dagróðrabátum séu skimaðir áður en þeir fari í styttri ferðir. Áhöfn skipsins var snúið í land þegar starfsmaðurinn greindist á skrifstofunni þar sem talið var að einn skipverjinn væri útsettur. „Þessi hraðpróf geta hjálpað mikið og það hefur bara sannað sig,“ segir Einar Valur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55