Í umhverfismálum koma lausnirnar frá hægri Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 15:31 Loftslagsmálin eru ein af stærstu verkefnum okkar kynslóðar og við erum öll sammála um mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Markmið okkar allra hlýtur að vera að við spornum við frekari hlýnun jarðar af mannavöldum. Þess vegna er svo mikilvægt að við veljum vandlega réttu leiðina að þessu markmiði okkar og að aðgerðirnar skili árangri. Orkumál eru loftslagsmál Tækifærin í orkumálum eru einmitt til þess fallin að auka styrk okkar í loftslagsmálum. Við munum þó ólíklega ná settum markmiðum okkar nema með því að fá atvinnulífið með okkur í för. Það eru grænu verkefnin tengd atvinnulífinu sem við þurfum helst að horfa til. Bæði umhverfisins vegna og þeirrar björtu framtíðar sem blasir við Íslandi ef við nýtum tækifærin til grænnar orkuuppbyggingar í þágu okkar, atvinnulífsins og umhverfisins. Orkuskiptin eru okkar leið Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði fyrsta landið þar sem bílar, skip og flugvélar nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Þetta eru allt raunhæf markmið. Með því að stíga þetta skref getum við hætt að flytja inn, erlendis frá, mengandi jarðefnaeldsneyti og nýtt þess í stað hreina íslenska orku. Þetta væri risastórt framlag til umhverfisins og mundi um leið auka atvinnu, spara gjaldeyri og bæta lífskjör okkar allra. Hvað þarf að gera? Orkuskiptin kalla á aukið framboð raforku og við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn segir þetta alveg skýrt. Aðrir flokkar tala fyrir orkuskiptum en neita því miður að horfast í augu við staðreyndir. Við þurfum að búa til meiri hreina íslenska endurnýjanlega orku ef við viljum hjálpa umhverfinu. Hjá því verður ekki komist ef raunveruleg orkuskipti eiga að geta orðið að veruleika. Rafmagn út um allt Á síðustu misserum hefur algjör sprenging orðið í sölu á rafhjólum, rafbílum og rafskutlum. Þetta er ekki síst vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn dró verulega úr skattheimtu á þessi tæki sem leiddi til þess að verð til neytenda lækkaði. Okkar aðgerðir hafa virkað. Á sama tíma eru vinstri flokkarnir sem mynda borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkurborgar á algerum villigötum. Hleðslustöðvarnar sem ON setti upp standa engum til gagns vegna klúðurs og stefnuleysis. Borgarstjórn tókst ekki einu sinni að kaupa rafmagn af sjálfri sér! Loftslagsmálin eru aðkallandi og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er með lausnirnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru ein af stærstu verkefnum okkar kynslóðar og við erum öll sammála um mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Markmið okkar allra hlýtur að vera að við spornum við frekari hlýnun jarðar af mannavöldum. Þess vegna er svo mikilvægt að við veljum vandlega réttu leiðina að þessu markmiði okkar og að aðgerðirnar skili árangri. Orkumál eru loftslagsmál Tækifærin í orkumálum eru einmitt til þess fallin að auka styrk okkar í loftslagsmálum. Við munum þó ólíklega ná settum markmiðum okkar nema með því að fá atvinnulífið með okkur í för. Það eru grænu verkefnin tengd atvinnulífinu sem við þurfum helst að horfa til. Bæði umhverfisins vegna og þeirrar björtu framtíðar sem blasir við Íslandi ef við nýtum tækifærin til grænnar orkuuppbyggingar í þágu okkar, atvinnulífsins og umhverfisins. Orkuskiptin eru okkar leið Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði fyrsta landið þar sem bílar, skip og flugvélar nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Þetta eru allt raunhæf markmið. Með því að stíga þetta skref getum við hætt að flytja inn, erlendis frá, mengandi jarðefnaeldsneyti og nýtt þess í stað hreina íslenska orku. Þetta væri risastórt framlag til umhverfisins og mundi um leið auka atvinnu, spara gjaldeyri og bæta lífskjör okkar allra. Hvað þarf að gera? Orkuskiptin kalla á aukið framboð raforku og við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn segir þetta alveg skýrt. Aðrir flokkar tala fyrir orkuskiptum en neita því miður að horfast í augu við staðreyndir. Við þurfum að búa til meiri hreina íslenska endurnýjanlega orku ef við viljum hjálpa umhverfinu. Hjá því verður ekki komist ef raunveruleg orkuskipti eiga að geta orðið að veruleika. Rafmagn út um allt Á síðustu misserum hefur algjör sprenging orðið í sölu á rafhjólum, rafbílum og rafskutlum. Þetta er ekki síst vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn dró verulega úr skattheimtu á þessi tæki sem leiddi til þess að verð til neytenda lækkaði. Okkar aðgerðir hafa virkað. Á sama tíma eru vinstri flokkarnir sem mynda borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkurborgar á algerum villigötum. Hleðslustöðvarnar sem ON setti upp standa engum til gagns vegna klúðurs og stefnuleysis. Borgarstjórn tókst ekki einu sinni að kaupa rafmagn af sjálfri sér! Loftslagsmálin eru aðkallandi og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er með lausnirnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun