Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 16:31 Stjórn nýju Rafíþróttadeildar Dímons, frá vinstri, Ellert Geir Ingvason, gjaldkeri, Ágúst Leó Sigurðsson, varamaður, Magnús Þór Einarsson, ritari og Harpa Mjöll Kjartansdóttir, sem er formaður. Á myndina vantar Axel Edílon Guðmundsson en hann er varamaður í stjórn og jafnframt yfirþjálfari. Sigmar Valur Gylfason er svo nýkominn til liðs við deildina og ætlar að vera þjálfari í vetur. Aðsend Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram. Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira