„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Atli Arason skrifar 29. ágúst 2021 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar hans í Breiðabliki eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira