Fótbolti

Viðar Örn og Gísli Eyjólfs kallaðir inn í landsliðið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson skoraði gegn Dönum á Parken síðasta haust, í Þjóðadeildinni.
Viðar Örn Kjartansson skoraði gegn Dönum á Parken síðasta haust, í Þjóðadeildinni. Getty/Gaston Szermann

Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki og Viðar Örn Kjartansson, Valerenga, hafa verið kallaðir inn í landsliðshóps Íslands í stað Kolbeins Sigþórssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar.

Þetta kom fram á vef KSÍ nú rétt fyrir miðnætti.

Þar segir jafnframt frá því að Rúnar Már hafi dregið sig úr hópnum, bæði vegna meiðsla og persónulegra ástæðna en að Kolbeinn verði ekki með samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ.

Viðar Örn á 28 A-landsleiki að baki og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Gísli lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á árinu.

Landsliðið kemur saman á morgun og hefur undirbúning fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Kolbeinn og Rúnar Már ekki með í komandi landsliðsverkefni

Tveir leikmenn sem voru í upphaflegum landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni HM verða ekki með í verkefninu sem hefst eftir tvo daga. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×