„Algjör kúvending“ Vinstri grænna kom á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:36 Katrín Oddsdóttir er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Algjör kúvending hefur orðið á stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálum, að mati formanns Stjórnarskrárfélagsins. Flokkurinn hafi nú viðurkennt að hann standi ekki með nýrri stjórnarskrá heldur styðji „bútasaumsaðferð“ sem hafi ekki - og muni ekki - virka. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins birti pistil á Facebook í gær þar sem hún bar saman stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálinu fyrir Alþingiskosningarnar 2017 og stefnuna fyrir kosningarnar nú. Hún segir nýju stefnuna hafa komið sér á óvart. „Í raun hefur bara orðið algjör U-beygja eða kúvending á stefnu VG í stjórnarskrármálinu, við sjáum að árið 2017 var yfirlýsingin í þeirra stefnuskjali þessi: „Ný stjórnarskrá, ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs.“ Mjög skýrt að flokkurinn stóð með tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en núna er kominn allt annar tónn í þeirra stefnu, sem kom okkur sem berjumst fyrir nýju stjórnarskránni talsvert á óvart,“ segir Katrín. Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs. #stjórnarskrá— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 8, 2017 Katrín vísar í ályktun landsfundar VG sem birt var eftir fundinn á laugardag. Þar segir að halda þurfi áfram „endurskoðun stjórnarskrárinnar", ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis - og ráðast þurfi í breytingar á öðrum köflum. „Þarna er loksins búið að viðurkenna það að flokkurinn stendur ekki með nýju stjórnarskránni né niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Katrín. „Það er að mínu viti ágætt að þau komi bara hreint fram og segi það vegna þess að það hefur verið holur hljómur í þessu hjá flokknum undanfarið, enda hafa þau ekki barist fyrir málinu á Alþingi.“ En hver er þá staðan á málinu hjá flokkunum fyrir komandi kosningar? „Þeir flokkar sem hafa komið fram undanfarið, og skýrt tekið fram að þau munu berjast fyrir því að nýja stjórnarskráin taki gildi, eru Píratar, Samfylking og Sósíalistar. Ég veit að það er mikill vilji innan Viðreisnar um að fá þetta þar á stefnuskrána,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 „Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins birti pistil á Facebook í gær þar sem hún bar saman stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálinu fyrir Alþingiskosningarnar 2017 og stefnuna fyrir kosningarnar nú. Hún segir nýju stefnuna hafa komið sér á óvart. „Í raun hefur bara orðið algjör U-beygja eða kúvending á stefnu VG í stjórnarskrármálinu, við sjáum að árið 2017 var yfirlýsingin í þeirra stefnuskjali þessi: „Ný stjórnarskrá, ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs.“ Mjög skýrt að flokkurinn stóð með tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en núna er kominn allt annar tónn í þeirra stefnu, sem kom okkur sem berjumst fyrir nýju stjórnarskránni talsvert á óvart,“ segir Katrín. Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs. #stjórnarskrá— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 8, 2017 Katrín vísar í ályktun landsfundar VG sem birt var eftir fundinn á laugardag. Þar segir að halda þurfi áfram „endurskoðun stjórnarskrárinnar", ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis - og ráðast þurfi í breytingar á öðrum köflum. „Þarna er loksins búið að viðurkenna það að flokkurinn stendur ekki með nýju stjórnarskránni né niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Katrín. „Það er að mínu viti ágætt að þau komi bara hreint fram og segi það vegna þess að það hefur verið holur hljómur í þessu hjá flokknum undanfarið, enda hafa þau ekki barist fyrir málinu á Alþingi.“ En hver er þá staðan á málinu hjá flokkunum fyrir komandi kosningar? „Þeir flokkar sem hafa komið fram undanfarið, og skýrt tekið fram að þau munu berjast fyrir því að nýja stjórnarskráin taki gildi, eru Píratar, Samfylking og Sósíalistar. Ég veit að það er mikill vilji innan Viðreisnar um að fá þetta þar á stefnuskrána,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 „Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28
Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36
„Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20