Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 13:25 Ungur drengur spilar leik í síma. Getty Börn í Kína mega einungis spila netleiki í þrjá tíma á viku. Leikjafyrirtækjum hefur verið gert að ganga úr skugga um að börn geti ekki spilað slíka leiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags, laugardags og sunnudagskvöldum. Börn mega einnig spila í klukkutíma á frídögum, samkvæmt nýjum reglum sem settar voru á í dag. Áður voru reglur í Kína á þá leið á börn máttu spila í þrjá tíma á dag um helgar og einn og hálfan tíma á virkum dögum. Þetta kemur fram í fréttum Guardian og Bloomberg sem vitna í ríkismiðla í Kína. Bloomberg segir virði hlutabréfa Tencent og Netease hafa lækkað verulega í dag. Reglurnar fela einnig í sér að allir netleikir verði að vera tengdir sérstöku kerfi ríkisins sem sporni gegn leikjafíkn og ekki verði hægt að spila þá án þess að skrá raunverulegt nafn og aldur. Þá verður opinbert eftirlit með leikjafyrirtækjum og því hvort verið sé að fylgja reglunum aukið verulega. Kommúnistaflokkur Kína hefur að undanförnu beitt sér af hörku við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins eins og Tencent og NetEase, sem eru umfangsmikil á sviði netleikja. Ráðamenn hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að tölvuleikjaspilun barna og hafa lýst tölvuleikjum sem stafrænum fíkniefnum. Nýju reglurnar eru sagðar til marks um vilja ráðamanna í Kína til að koma í veg fyrir leikjafíkn meðal ungmenna og beina þeim að öðrum áhugamálum. Kína Leikjavísir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Börn mega einnig spila í klukkutíma á frídögum, samkvæmt nýjum reglum sem settar voru á í dag. Áður voru reglur í Kína á þá leið á börn máttu spila í þrjá tíma á dag um helgar og einn og hálfan tíma á virkum dögum. Þetta kemur fram í fréttum Guardian og Bloomberg sem vitna í ríkismiðla í Kína. Bloomberg segir virði hlutabréfa Tencent og Netease hafa lækkað verulega í dag. Reglurnar fela einnig í sér að allir netleikir verði að vera tengdir sérstöku kerfi ríkisins sem sporni gegn leikjafíkn og ekki verði hægt að spila þá án þess að skrá raunverulegt nafn og aldur. Þá verður opinbert eftirlit með leikjafyrirtækjum og því hvort verið sé að fylgja reglunum aukið verulega. Kommúnistaflokkur Kína hefur að undanförnu beitt sér af hörku við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins eins og Tencent og NetEase, sem eru umfangsmikil á sviði netleikja. Ráðamenn hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að tölvuleikjaspilun barna og hafa lýst tölvuleikjum sem stafrænum fíkniefnum. Nýju reglurnar eru sagðar til marks um vilja ráðamanna í Kína til að koma í veg fyrir leikjafíkn meðal ungmenna og beina þeim að öðrum áhugamálum.
Kína Leikjavísir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira