Sárt að yfirgefa Seltjarnarnes en spennandi tímar fram undan Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 23:31 Pétur Theódór er á leið til Breiðabliks. Stöð 2 Sport Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla í fótbolta, er spenntur fyrir fyrirhuguðum vistaskiptum til Breiðabliks. Erfitt verði að yfirgefa heimahagana á Seltjarnarnesi en gott verði að endurnýja kynni við gamlan þjálfara hans. Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira