Alteregóið Baldur galdur braust út á blindu stefnumóti Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. september 2021 07:41 Það voru eflaust einhverjir áhorfendur Stöðvar 2 sem fengu gæsahúð þegar fylgst var með blindu stefnumóti Kristbjargar og Sölva í þættinum Fyrsta blikið. Skjáskot Raunveruleika- og stefnumótaþátturinn Fyrsta blikið hóf göngu sína á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld. Í hverjum þætti eru fjórir einstaklingar kynntir til leiks og paraðir saman á blind stefnumót. Háskólanemarnir Kristbjörg Eva Andersen Ramos og Sölvi Smárason voru annað tveggja para í fyrsta þættinum og er óhætt að segja stefnumótið hafi verið.... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Tja, ætli töfrandi sé ekki rétta orðið. Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. Þegar Sölvi spyr Kristbjörgu út í stjörnumerkin hefjast skemmtilegar umræður. Eins gott að Sölvi sé ekki sporðdreki... Eða hvað? Klippa: FYRSTA BLIKIÐ - 1. þáttur. Þess vegna náum við svona vel saman Sölvi treystir Kristbjörgu fyrir því að þegar hann finnur aðeins of mikið á sér þá komi alteregóið hans, Baldur galdur, í heimsókn. Og þegar það gerist geti allt farið úr böndunum. Þegar líða tekur á stefnumótið, gerist svo þetta... Klippa: FYRSTA BLIKIÐ - 1. þáttur. Ég trúi á galdra Baldur galdur leynir greinilega á sér og kann svo sannarlega meira en bara gömlu góðu spilagaldrana. Kristrún og Sölvi kíktu saman á lífið eftir fyrsta stefnumótið þar sem þessi mynd náðist af þeim á skemmtistaðnum Seacret Celler í miðbænum. Eins og sjá má á klippunni hér fyrir ofan kviknaði vissulega á einhverjum blossum þetta kvöld og svifu allskyns töfrar, já og galdrar, yfir vötnum. Hvort sem fólk trúir á galdra eða ekki var ekki annað hægt en að hrífast með Sölva og Kristbjörgu á þessu skemmtilega og einlæga stefnumóti. Þó svo að ekki séu heimildir fyrir því að þau séu orðin par þá sást til þeirra á stefnumóti á veitingastaðnum Monkeys síðasta föstudagskvöld. En til gamans má geta að það er sama kvöld og þátturinn var sýndur á Stöð 2. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. View this post on Instagram A post shared by FYRSTA BLIKIÐ (@fyrstablikid) Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Háskólanemarnir Kristbjörg Eva Andersen Ramos og Sölvi Smárason voru annað tveggja para í fyrsta þættinum og er óhætt að segja stefnumótið hafi verið.... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Tja, ætli töfrandi sé ekki rétta orðið. Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. Þegar Sölvi spyr Kristbjörgu út í stjörnumerkin hefjast skemmtilegar umræður. Eins gott að Sölvi sé ekki sporðdreki... Eða hvað? Klippa: FYRSTA BLIKIÐ - 1. þáttur. Þess vegna náum við svona vel saman Sölvi treystir Kristbjörgu fyrir því að þegar hann finnur aðeins of mikið á sér þá komi alteregóið hans, Baldur galdur, í heimsókn. Og þegar það gerist geti allt farið úr böndunum. Þegar líða tekur á stefnumótið, gerist svo þetta... Klippa: FYRSTA BLIKIÐ - 1. þáttur. Ég trúi á galdra Baldur galdur leynir greinilega á sér og kann svo sannarlega meira en bara gömlu góðu spilagaldrana. Kristrún og Sölvi kíktu saman á lífið eftir fyrsta stefnumótið þar sem þessi mynd náðist af þeim á skemmtistaðnum Seacret Celler í miðbænum. Eins og sjá má á klippunni hér fyrir ofan kviknaði vissulega á einhverjum blossum þetta kvöld og svifu allskyns töfrar, já og galdrar, yfir vötnum. Hvort sem fólk trúir á galdra eða ekki var ekki annað hægt en að hrífast með Sölva og Kristbjörgu á þessu skemmtilega og einlæga stefnumóti. Þó svo að ekki séu heimildir fyrir því að þau séu orðin par þá sást til þeirra á stefnumóti á veitingastaðnum Monkeys síðasta föstudagskvöld. En til gamans má geta að það er sama kvöld og þátturinn var sýndur á Stöð 2. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. View this post on Instagram A post shared by FYRSTA BLIKIÐ (@fyrstablikid) Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira