Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2021 15:52 Arnar Þór Viðarsson stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvelli á fimmtudaginn þegar Íslendingar mæta Rúmenum. vísir/vilhelm Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira