Håland enn í áformum Man United þrátt fyrir komu Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 14:01 Manchester United vill fá Erling Braut Håland í sínar raðir næsta sumar. Alex Gottschalk/Getty Images Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United hefur ekki breytt áformum félagsins varðandi kaup á Erling Braut Håland sumarið 2022. Þrátt fyrir að Man United hafi nokkuð óvænt sótt Cristiano Ronaldo undir lok félagaskiptagluggans frá Juventus breytir því ekki að Erling Braut Håland er enn aðalskotmark liðsins næsta sumar samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins ESPN. Næsta sumar verður Håland fyrir „litlar“ 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans við Borussia Dortmund. Talið er að Manchester-liðin, Real Madríd, Bayern München og París Saint-Germain muni öll bjóða í leikmanninn. Heimildir ESPN herma einnig að kaupin á Ronaldo breyti áformum félagsins ekki þó svo að Ronaldo hafi ekki verið í sumaráætlunum Man Utd. Portúgalinn kostar félagið 15 milljónir evra og svo átta til viðbótar á næstu fimm árum. Þó ekki sé að ræða um háa fjárhæð miðað við hvað leikmenn kosta í dag þá verður Ronaldo launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar jafnvel þó að hann hafi tekið á sig launalækkun ef miðað er við launin sem hann var með hjá Juventus. Þó svo að Ronaldo verði að öllum líkindum nær eingöngu notaður sem fremsti maður þá stefnir Solskjær enn á að fá landa sinn Håland á Old Trafford. Hann var nálægt því þegar hann fór til Dortmund frá FC Salzburg. Samband þeirra tveggja ku enn vera nokkuð gott. Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde á sínum tíma og er talið að það skipti sköpum í viðræðum Man Utd við leikmanninn og umboðsmann hans, Mino Raiola. Signing Cristiano Ronaldo hasn't altered Man Utd's determination, or ability, to win the race for Erling Haaland next summer https://t.co/eMCnj7urw2— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2021 Eins undarlegt og sumarið hefur verið er varðar félagaskipti gæti vel við að sumarið 2022 verði engu síðra. Þá má reikna með að Kylian Mbappé fari frítt til Real Madríd, Paul Pogba rennur út á samningi hjá Man Utd og öll stórlið Evrópu munu reyna sannfæra Håland um að ganga í sínar raðir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Þrátt fyrir að Man United hafi nokkuð óvænt sótt Cristiano Ronaldo undir lok félagaskiptagluggans frá Juventus breytir því ekki að Erling Braut Håland er enn aðalskotmark liðsins næsta sumar samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins ESPN. Næsta sumar verður Håland fyrir „litlar“ 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans við Borussia Dortmund. Talið er að Manchester-liðin, Real Madríd, Bayern München og París Saint-Germain muni öll bjóða í leikmanninn. Heimildir ESPN herma einnig að kaupin á Ronaldo breyti áformum félagsins ekki þó svo að Ronaldo hafi ekki verið í sumaráætlunum Man Utd. Portúgalinn kostar félagið 15 milljónir evra og svo átta til viðbótar á næstu fimm árum. Þó ekki sé að ræða um háa fjárhæð miðað við hvað leikmenn kosta í dag þá verður Ronaldo launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar jafnvel þó að hann hafi tekið á sig launalækkun ef miðað er við launin sem hann var með hjá Juventus. Þó svo að Ronaldo verði að öllum líkindum nær eingöngu notaður sem fremsti maður þá stefnir Solskjær enn á að fá landa sinn Håland á Old Trafford. Hann var nálægt því þegar hann fór til Dortmund frá FC Salzburg. Samband þeirra tveggja ku enn vera nokkuð gott. Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde á sínum tíma og er talið að það skipti sköpum í viðræðum Man Utd við leikmanninn og umboðsmann hans, Mino Raiola. Signing Cristiano Ronaldo hasn't altered Man Utd's determination, or ability, to win the race for Erling Haaland next summer https://t.co/eMCnj7urw2— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2021 Eins undarlegt og sumarið hefur verið er varðar félagaskipti gæti vel við að sumarið 2022 verði engu síðra. Þá má reikna með að Kylian Mbappé fari frítt til Real Madríd, Paul Pogba rennur út á samningi hjá Man Utd og öll stórlið Evrópu munu reyna sannfæra Håland um að ganga í sínar raðir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00
Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02