Kári: Þetta er svolítið öfgafullt Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 19:45 Kári Árnason segir mál KSÍ og brota landsliðsmanna vera landsliðshópnum erfitt. VÍSIR/DANÍEL Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu. „Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ Sjá meira
„Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ Sjá meira