Kári: Þetta er svolítið öfgafullt Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 19:45 Kári Árnason segir mál KSÍ og brota landsliðsmanna vera landsliðshópnum erfitt. VÍSIR/DANÍEL Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu. „Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira