Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 14:02 Frá Helgustaðanámu. Efri hluti námunnar til vinstri. Grunnur aðstöðuhúss og gömul tæki til hægri. Arnar Halldórsson Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent