Þegar ég var lítill róttækur femínisti Una Hildardóttir skrifar 3. september 2021 07:30 Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun