Er sama þótt hann nái ekki kjöri og kallar Þórhildi Sunnu „krakkafjanda“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 09:33 Glúmur fer ófögrum orðum um Þórhildi Sunnu á Facebook. Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segist alveg sama þótt fólk kjósi hann ekki í alþingiskosningunum; hann hafi nóg annað fyrir stafni. Þá sé honum í blóð borið að vera ekki eins og aðrir og því tali hann hreint út um hlutina. Glúmur Baldvinsson birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fjallar um reynslu sína af tvennum kappræðum. Segist hann meðal annars, að þrátt fyrir getgátur um annað, hafi hann í bæði skiptin gert þau mistök að hafa mætt alsgáður. Þá sagði hann forvitnilegt að mæta pólitískum keppinautum í sminkinu en gaf þeim misgóðar einkunn. „Nú hef ég mætt í kappræður í sjónvarpi og útvarpi tvo daga í röð. Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir Glúmur. Að hans sögn tóku honum vel Inga Sæland og Bjarni Ben og þá kom honum á óvart hversu Logi Einarsson var viðkunnanlegur. „Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár,“ segir Glúmur. Sigurður Ingi hafi verið vingjarnlegur en Sigmundur hans „besti vinur“ og gefið honum góð ráð. Nokkrar umræður hafa skapast um Facebook-færslu Glúms en þar segir Ragnar nokkur Jónasson hápunktinn hafa verið þegar Glúmur þaggaði í „píratakvikindinu“. „Ég ætlaði ekki að vera ókurteis gagnvart henni en hún truflaði mig í miðri setningu. Og ég sagði bara: Í Guðs bænum leyfðu mér að klára. En nú er sagt á fjölmiðlum að ég hafi sagt krakkfjandanum að þegja. Allt afbakað,“ svara Glúmur. Þá segir hann að sem betur fer hafi hann ekki verið sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur kynferðislega. Á hann þar við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. „Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ segir hann. Uppfært kl. 10.30: Þórhildur hefur tjáð sig um málið á Facebook. Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Píratar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
Glúmur Baldvinsson birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fjallar um reynslu sína af tvennum kappræðum. Segist hann meðal annars, að þrátt fyrir getgátur um annað, hafi hann í bæði skiptin gert þau mistök að hafa mætt alsgáður. Þá sagði hann forvitnilegt að mæta pólitískum keppinautum í sminkinu en gaf þeim misgóðar einkunn. „Nú hef ég mætt í kappræður í sjónvarpi og útvarpi tvo daga í röð. Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir Glúmur. Að hans sögn tóku honum vel Inga Sæland og Bjarni Ben og þá kom honum á óvart hversu Logi Einarsson var viðkunnanlegur. „Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár,“ segir Glúmur. Sigurður Ingi hafi verið vingjarnlegur en Sigmundur hans „besti vinur“ og gefið honum góð ráð. Nokkrar umræður hafa skapast um Facebook-færslu Glúms en þar segir Ragnar nokkur Jónasson hápunktinn hafa verið þegar Glúmur þaggaði í „píratakvikindinu“. „Ég ætlaði ekki að vera ókurteis gagnvart henni en hún truflaði mig í miðri setningu. Og ég sagði bara: Í Guðs bænum leyfðu mér að klára. En nú er sagt á fjölmiðlum að ég hafi sagt krakkfjandanum að þegja. Allt afbakað,“ svara Glúmur. Þá segir hann að sem betur fer hafi hann ekki verið sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur kynferðislega. Á hann þar við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. „Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ segir hann. Uppfært kl. 10.30: Þórhildur hefur tjáð sig um málið á Facebook.
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Píratar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira