Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 3. september 2021 21:26 Áslaug Arna vill ráðast í tilslakanir. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Hún vill koma lífinu í eðlilegt horf til lengri tíma. Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira