Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2021 08:24 Teikning af fyrirhugaðri flugstöð í Nuuk. Kalaallit Airports Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. Flugvallafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, tilkynnti í vikunni að opnun nýrrar 2.200 metra flugbrautar í Nuuk myndi frestast til ársins 2024, en áður var búið að skýra frá samsvarandi seinkun í Ilulissat. Til stóð að flugvellirnir yrðu tilbúnir árið 2023, sem og nýr 1.500 metra flugvöllur í Qaqortoq, en þar hafa framkvæmdir enn ekki hafist. Opnun nýs flugvallar í Nuuk frestast um eitt ár, til ársins 2024, miðað við nýjustu tilkynningu grænlenskra flugvallayfirvalda.Kalaallit Airports Í fréttatilkynningu er seinkunin einkum rakin til afleiðinga covid-19 faraldursins. Einnig hafi umfang verksins aukist með nýjum kröfum um búnað og aðstöðu, eins og um miðlínuljós í flugbraut og aðflugsljós. Þá hefur flugvallafélagið neyðst til að slá viðbótarlán upp á átján milljarða íslenskra króna til að mæta umframkostnaði. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Í vikunni var einnig birt skýrsla sem stjórnvöld létu gera um valkosti til að draga úr kostnaði við nýjan flugvöll í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Búið er að bjóða verkið út tvisvar en í bæði skiptin reyndust tilboð nærri tvöfalt hærri en sá fjórtán milljarða króna fjárhagsrammi sem grænlensk stjórnvöld höfðu markað verkefninu. Í skýrslunni eru bornir saman möguleikar á að stytta brautina úr 1.500 metrum niður í 1.199 metra, 1.000 metra eða jafnvel 799 metra, samtímis því að minnka flugstöðina. Qaqortoq-flugvöllur var upphaflega hannaður með nægilega langri flugbraut fyrir smærri farþegaþotur eins og Airbus A220. Núna stefnir í að flugbrautin verði höfð styttri.Kalaallit Airports Fyrir Icelandair skiptir niðurstaðan máli upp á það hvaða flugvélartegundir verður hægt að nota í Grænlandsflugi félagsins. Þannig þurfa Bombardier Q200-vélarnar 1.000 metra braut meðan Q400-vélarnar þurfa 1.300 -1.400 metra braut. Í skýrslunni er þó bent á Q400-vélar Icelandair geti með takmörkuðu burðarþoli notað 1.200 metra braut. Boeing 737 max-þoturnar gætu síðan notað brautirnar í Nuuk og Ilulissat með 2.200 metra lengd. Naaja Nathanielsen er ráðherra innviða Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherrann Naaja Nathanielsen segir í viðtali við Sermitsiaq að sér sýnist að 1.199 metra löng braut geti verið góður valkostur í Qaqortoq, þá með möguleika á lengingu í framtíðinni. Hún muni þó freista þess að ná breiðri samstöðu um málið á þjóðþinginu. Lagabreytingu þarf til þar sem 1.500 metra braut í Qaqortoq hafði verið áskilin í lögum um flugvallaframkvæmdirnar. Grænland Fréttir af flugi Icelandair Norðurslóðir Tengdar fréttir Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. 1. júlí 2021 23:10 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Flugvallafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, tilkynnti í vikunni að opnun nýrrar 2.200 metra flugbrautar í Nuuk myndi frestast til ársins 2024, en áður var búið að skýra frá samsvarandi seinkun í Ilulissat. Til stóð að flugvellirnir yrðu tilbúnir árið 2023, sem og nýr 1.500 metra flugvöllur í Qaqortoq, en þar hafa framkvæmdir enn ekki hafist. Opnun nýs flugvallar í Nuuk frestast um eitt ár, til ársins 2024, miðað við nýjustu tilkynningu grænlenskra flugvallayfirvalda.Kalaallit Airports Í fréttatilkynningu er seinkunin einkum rakin til afleiðinga covid-19 faraldursins. Einnig hafi umfang verksins aukist með nýjum kröfum um búnað og aðstöðu, eins og um miðlínuljós í flugbraut og aðflugsljós. Þá hefur flugvallafélagið neyðst til að slá viðbótarlán upp á átján milljarða íslenskra króna til að mæta umframkostnaði. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Í vikunni var einnig birt skýrsla sem stjórnvöld létu gera um valkosti til að draga úr kostnaði við nýjan flugvöll í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Búið er að bjóða verkið út tvisvar en í bæði skiptin reyndust tilboð nærri tvöfalt hærri en sá fjórtán milljarða króna fjárhagsrammi sem grænlensk stjórnvöld höfðu markað verkefninu. Í skýrslunni eru bornir saman möguleikar á að stytta brautina úr 1.500 metrum niður í 1.199 metra, 1.000 metra eða jafnvel 799 metra, samtímis því að minnka flugstöðina. Qaqortoq-flugvöllur var upphaflega hannaður með nægilega langri flugbraut fyrir smærri farþegaþotur eins og Airbus A220. Núna stefnir í að flugbrautin verði höfð styttri.Kalaallit Airports Fyrir Icelandair skiptir niðurstaðan máli upp á það hvaða flugvélartegundir verður hægt að nota í Grænlandsflugi félagsins. Þannig þurfa Bombardier Q200-vélarnar 1.000 metra braut meðan Q400-vélarnar þurfa 1.300 -1.400 metra braut. Í skýrslunni er þó bent á Q400-vélar Icelandair geti með takmörkuðu burðarþoli notað 1.200 metra braut. Boeing 737 max-þoturnar gætu síðan notað brautirnar í Nuuk og Ilulissat með 2.200 metra lengd. Naaja Nathanielsen er ráðherra innviða Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherrann Naaja Nathanielsen segir í viðtali við Sermitsiaq að sér sýnist að 1.199 metra löng braut geti verið góður valkostur í Qaqortoq, þá með möguleika á lengingu í framtíðinni. Hún muni þó freista þess að ná breiðri samstöðu um málið á þjóðþinginu. Lagabreytingu þarf til þar sem 1.500 metra braut í Qaqortoq hafði verið áskilin í lögum um flugvallaframkvæmdirnar.
Grænland Fréttir af flugi Icelandair Norðurslóðir Tengdar fréttir Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. 1. júlí 2021 23:10 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. 1. júlí 2021 23:10
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52