Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 13:30 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Getty/Soumyabrata Roy Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. Embættismenn í bandaríkjunum hafa orðið varir við mikla aukningu í notkun lyfsins Ivermectin í sumar. Þar er um að ræða ódýrt lyf sem hefur verið til í áratugi og er notað gegn hringormum og öðrum sníkjudýrum í húsdýrum og jafnvel mönnum. Samhliða mikilli notkun hefur tilkynningum um að fólk hafi tekið of stóra skammta af lyfinu fjölgað einnig. Þá hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið að kaupa sérstaka útgáfu lyfsins sem ætluð er gæludýrum í massavís í gæludýrabúðum. Sjá einnig: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað sérstaklega við notkun Ivermectin gegn Covid-19. Áhrifamiklir íhaldsmenn vestanhafs hafa ýtt undir notkun lyfsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa meðal annars hvatt fólk til að nota lyfið gegn kórónuveirunni. Bæði til að koma í veg fyrir smit og til að draga úr einkennum þeirra sem hafa smitast. Þessar ráðleggingar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og náð til milljóna Bandaríkjamanna sem vilja ekki láta bólusetja sig. Sjá einnig: Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Stærstu samtök heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna og lyfjafræðinga vöruðu við því að fólk fengi lyfseðla fyrir lyfinu. Alfarið óljóst væri hvort þau gerðu yfir höfuð gagn gegn kórónuveirunni. Hingað til hafa niðurstöður nokkurra rannsókna gefið í skyn að lyfið hjálpi gegn Covid-19. AP fréttaveitan segir þær þó takmarkaðar og útlit fyrir að gífurlega mikið magn af lyfinu þurfi svo það hjálpi. Mun meira en hollt teljist fyrir menn. Nokkrar umfangsmiklar rannsóknir eru yfirstandandi sem eiga að varpa betra ljósi á virkni ormalyfsins gegn Covid-19 á næstunni. Delta-afbrigði kórónuveirunnar herjar hún af miklum krafti á Bandaríkin og þá helst á óbólusetta. Í byrjun júlí voru rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn að deyja á degi hverjum vegna Covid-19. Sú tala er nú komin í um 1.500. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Embættismenn í bandaríkjunum hafa orðið varir við mikla aukningu í notkun lyfsins Ivermectin í sumar. Þar er um að ræða ódýrt lyf sem hefur verið til í áratugi og er notað gegn hringormum og öðrum sníkjudýrum í húsdýrum og jafnvel mönnum. Samhliða mikilli notkun hefur tilkynningum um að fólk hafi tekið of stóra skammta af lyfinu fjölgað einnig. Þá hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið að kaupa sérstaka útgáfu lyfsins sem ætluð er gæludýrum í massavís í gæludýrabúðum. Sjá einnig: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað sérstaklega við notkun Ivermectin gegn Covid-19. Áhrifamiklir íhaldsmenn vestanhafs hafa ýtt undir notkun lyfsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa meðal annars hvatt fólk til að nota lyfið gegn kórónuveirunni. Bæði til að koma í veg fyrir smit og til að draga úr einkennum þeirra sem hafa smitast. Þessar ráðleggingar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og náð til milljóna Bandaríkjamanna sem vilja ekki láta bólusetja sig. Sjá einnig: Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Stærstu samtök heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna og lyfjafræðinga vöruðu við því að fólk fengi lyfseðla fyrir lyfinu. Alfarið óljóst væri hvort þau gerðu yfir höfuð gagn gegn kórónuveirunni. Hingað til hafa niðurstöður nokkurra rannsókna gefið í skyn að lyfið hjálpi gegn Covid-19. AP fréttaveitan segir þær þó takmarkaðar og útlit fyrir að gífurlega mikið magn af lyfinu þurfi svo það hjálpi. Mun meira en hollt teljist fyrir menn. Nokkrar umfangsmiklar rannsóknir eru yfirstandandi sem eiga að varpa betra ljósi á virkni ormalyfsins gegn Covid-19 á næstunni. Delta-afbrigði kórónuveirunnar herjar hún af miklum krafti á Bandaríkin og þá helst á óbólusetta. Í byrjun júlí voru rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn að deyja á degi hverjum vegna Covid-19. Sú tala er nú komin í um 1.500.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira