Í frétt BBC segir að tugir kvenna hafi mótmælt Talibönum í gær með því að ætla sér að ganga að forsetahöllinni í Kabúl. Krefjast konurnar þess að þeim verði leyft að vinna og að konur verði hluti af ríkisstjórn Talibana.
Framtíð kvenna í Afganistan hefur verið sögð dökk eftir að Talibanar náðu völdum á landinu á ný, tuttugu árum eftir að þeim var komið frá völdum eftir innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001.
Video: A number of women rights activists and reporters protested for a second day in Kabul on Saturday, and said the protest turned violent as Taliban forces did not allow the protesters to march toward the Presidential Palace. #TOLOnews pic.twitter.com/X2HJpeALvA
— TOLOnews (@TOLOnews) September 4, 2021
Konur nutu nær engra réttinda og grimmilegum refsingum var beitt þegar talibanar réðu lögum og lofum frá 1996 til 2001. Margir óttast að þetta verði veruleiki kvenna nú eftir að Talibanar hafa tekið völdin.
Talsmenn þeirra hafa þó sagt að þeir stefni á að vera hófsamari nú en áður, og að konur muni fá að taka þátt í stjórn landsins, þó að kona muni ekki gegna stöðu ráðherra í ríkisstjórn Talibana, sem nú er í myndun.