Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2021 11:00 Ásrún Magnúsdóttir dansari ætlar að hjálpa ungu fólki sem langar að stefna á heim sviðslista. Vísir/Vilhelm Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum. „Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira