Þórey Rósa Stefánsdóttir: Markmiðið fyrir tímabilið er að vinna allt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 16:34 Þórey Rósa skoraði sex mörk í dag. VÍSIR/BÁRA Fram vann öruggan sigur á KA/Þór í KA heimilinu í dag, 21- 28 og eru því Meistarar meistaranna. Fyrirliði Fram var að vonum sátt við sigurinn. „Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“ Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
„Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita