Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 14:37 Stóru viðskiptabankarnir hafa kynnt vaxtaákvarðanir sínar. Vísir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Vaxtabreytingin kemur í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands sem hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 25. ágúst. Samhliða breytingum á útlánsvöxtum hækka vextir sparnaðarreikninga hjá Íslandsbanka um 0,15 til 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig. Einnig hækka breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga um 0,20 prósentustig. Allar vaxtabreytingarnar taka gildi á morgun, 7. september. Arion banki eini bankinn sem hækkar vexti á lánum með föstum vöxtum Íslandsbanki er síðasti viðskiptabankinn til að kynna vaxtahækkanir í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Landsbankinn reið á vaðið þann 31. ágúst og kynnti 0,20 prósentustiga hækkun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Vextir á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum með föstum vöxtum haldast óbreyttir en vextir á sparireikningum hækka um 0,20 til 0,25 prósentustig. Tveimur dögum síðar greindi Arion banki frá því að hann hygðist hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,20 prósentustig og vexti nýrra lána með óverðtryggðum föstum vöxtum til þriggja ára um 0,14 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hjá Arion banka hækka um allt að 0,25 prósentustig. Minna um vaxtabreytingar hjá lífeyrissjóðum Þann 1. september síðastliðinn hækkaði Brú lífeyrissjóður breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig og fasta vexti um 0,30 prósentustig. Á sama tíma lækkuðu breytilegir vextir á veðtryggðum lánum um 0,10 prósentustig. Á sama tíma lækkaði Festa lífeyrissjóður fasta vexti verðtrygðgðra sjóðsfélagalána um 0,30 prósentustig um síðustu mánaðarmót. Engir aðrir lífeyrissjóðir hafa kynnt nýlegar vaxtabreytingar á heimasíðum sínum. Bera má saman vaxtakjör banka og lífeyrissjóða á vef Aurbjargar. Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6. september 2021 14:37 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Vaxtabreytingin kemur í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands sem hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 25. ágúst. Samhliða breytingum á útlánsvöxtum hækka vextir sparnaðarreikninga hjá Íslandsbanka um 0,15 til 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig. Einnig hækka breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga um 0,20 prósentustig. Allar vaxtabreytingarnar taka gildi á morgun, 7. september. Arion banki eini bankinn sem hækkar vexti á lánum með föstum vöxtum Íslandsbanki er síðasti viðskiptabankinn til að kynna vaxtahækkanir í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Landsbankinn reið á vaðið þann 31. ágúst og kynnti 0,20 prósentustiga hækkun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Vextir á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum með föstum vöxtum haldast óbreyttir en vextir á sparireikningum hækka um 0,20 til 0,25 prósentustig. Tveimur dögum síðar greindi Arion banki frá því að hann hygðist hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,20 prósentustig og vexti nýrra lána með óverðtryggðum föstum vöxtum til þriggja ára um 0,14 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hjá Arion banka hækka um allt að 0,25 prósentustig. Minna um vaxtabreytingar hjá lífeyrissjóðum Þann 1. september síðastliðinn hækkaði Brú lífeyrissjóður breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig og fasta vexti um 0,30 prósentustig. Á sama tíma lækkuðu breytilegir vextir á veðtryggðum lánum um 0,10 prósentustig. Á sama tíma lækkaði Festa lífeyrissjóður fasta vexti verðtrygðgðra sjóðsfélagalána um 0,30 prósentustig um síðustu mánaðarmót. Engir aðrir lífeyrissjóðir hafa kynnt nýlegar vaxtabreytingar á heimasíðum sínum. Bera má saman vaxtakjör banka og lífeyrissjóða á vef Aurbjargar.
Neytendur Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6. september 2021 14:37 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26
Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 6. september 2021 14:37
Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45