Hlaupvatnið komið undan jöklinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 15:02 Rennslið við Sveinstind var komið í um 613 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í dag. Vísir/Jóhann Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. „Þetta er í takti við það sem sérfræðingar gerðu ráð fyrir um framgang. Enn er nokkuð í það að rennslið nái hámarki við Sveinstind,“ segir í tilkynningunni. „Hlaupvatnið er komið undan jöklinum og búið að ná mælinum okkar þar. Þetta er komið upp fyrir hámarkið úr hlaupinu úr vestari katlinum en það er töluvert eftir,“ segir Hulda Rósa Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland, í samtali við fréttastofu. Tilkynnt var á sunnudag að hlaup sé hafið úr Eystri-Skaftárkatli, sem eykur vatnsflauminn í Skaftá töluvert en ef hlaupið hefði aðeins verið úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Þegar síðasta Skaftárhlaup, sem varð árið 2018, náði hámarki var hámarksrennsli flóðsins um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Sú tala gerir ráð fyrir framhjárennsli sem mælirinn við Sveinstind nemur ekki. Enn sé þó nokkuð í að hlaupvatnið komist niður að þjóðvegi og nái hámarki. „Við sjáum sennilega hámarkið í Sveinstindi á morgun en hámarkið niðri við þjóðveg verður líklega ekki fyrr en eftir tvo sólarhringa,“ segir Hulda. Gera megi ráð fyrir að vatnið muni flæða yfir þjóðveginn, en búið sé að koma upp hjáleið um Meðallandið svo hægt verði að komast þarna um. „Miðað við að það er há vatnsstaða í ánni fyrir þá má alveg gera ráð fyrir því að áin flæði eitthvað aðeins yfir þjóðveginn,“ segir Hulda Rós. Fréttin var uppfærð klukkan 15:25. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. 6. september 2021 11:59 Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Þetta er í takti við það sem sérfræðingar gerðu ráð fyrir um framgang. Enn er nokkuð í það að rennslið nái hámarki við Sveinstind,“ segir í tilkynningunni. „Hlaupvatnið er komið undan jöklinum og búið að ná mælinum okkar þar. Þetta er komið upp fyrir hámarkið úr hlaupinu úr vestari katlinum en það er töluvert eftir,“ segir Hulda Rósa Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland, í samtali við fréttastofu. Tilkynnt var á sunnudag að hlaup sé hafið úr Eystri-Skaftárkatli, sem eykur vatnsflauminn í Skaftá töluvert en ef hlaupið hefði aðeins verið úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Þegar síðasta Skaftárhlaup, sem varð árið 2018, náði hámarki var hámarksrennsli flóðsins um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Sú tala gerir ráð fyrir framhjárennsli sem mælirinn við Sveinstind nemur ekki. Enn sé þó nokkuð í að hlaupvatnið komist niður að þjóðvegi og nái hámarki. „Við sjáum sennilega hámarkið í Sveinstindi á morgun en hámarkið niðri við þjóðveg verður líklega ekki fyrr en eftir tvo sólarhringa,“ segir Hulda. Gera megi ráð fyrir að vatnið muni flæða yfir þjóðveginn, en búið sé að koma upp hjáleið um Meðallandið svo hægt verði að komast þarna um. „Miðað við að það er há vatnsstaða í ánni fyrir þá má alveg gera ráð fyrir því að áin flæði eitthvað aðeins yfir þjóðveginn,“ segir Hulda Rós. Fréttin var uppfærð klukkan 15:25.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. 6. september 2021 11:59 Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. 6. september 2021 11:59
Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54
Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01