Flokkar hefðu aðeins níu daga til að stilla upp listum eftir þingrof Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2021 19:22 Frá setningu Alþingis síðasta haust. vísir/vilhelm Ný kosningalög sem taka gildi á næsta ári gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga. Ef þing yrði rofið hefðu flokkarnir ekki nema níu daga til að safna meðmælum og skila inn framboðslistum. Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira