Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2021 13:19 Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum en búist er við hlaupið nái hámarki þar á morgun. Vísir/Egill Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51