VÍS Bikarinn: Grindavík áfram eftir framlengingu | KR úr leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. september 2021 22:05 Daníel Guðni þjálfari Grindvíkinga Visir/Bára 16 liða úrslitum í VÍS bikar karla 2021 lauk í kvöld með sjö leikjum. Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR
Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum