Segja málningarauglýsingar Múrbúðarinnar ekki villandi eftir kvörtun Húsasmiðjunnar Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2021 07:00 Borið var saman málningarverð á Íslandi og Danmörku í auglýsingu Múrbúðarinnar sem var efni umkvörtunarinnar. Neytendastofa hyggst ekki grípa til aðgerða eftir kvörtun Húsasmiðjunnar vegna auglýsingar Múrbúðarinnar þar sem verð á málningu sem var til sölu í Múrbúðinni var borið saman við verð á annarri málningu í sölu í Danmörku og hjá Húsasmiðjunni á Íslandi. Í umræddri auglýsingu Múrbúðarinnar, sem birt var á Facebook, var verið auglýsa Colorex Vagans 7 málningu og verð borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu sem er í sölu í Húsasmiðjunni. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það hafi verið mat Húsasmiðjunnar að auglýsing Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar hafi komið fram væru villandi og að um ólögmæta samanburðarauglýsingu væri að ræða. Þá hafi Húsasmiðjan talið að auglýsingin bryti í bága við fyrri ákvörðun Neytendastofu þar sem Múrbúðinni hafði verið bannað að stunda ákveðna viðskiptahætti, einnig eftir kvörtun frá Húsasmiðjunni. Í því máli hafði Neytendastofa fallist á rök Húsasmiðjunnar um að Múrbúðin hafi verið með villandi samanburðarauglýsingar á Facebook-síðu sinni þar sem verð á málningu var borinn saman. „Verð á málningu beggja verslana hér á landi væri borið saman við verð á málningu erlendis með almennum hætti án skýringa og án þess að fram kæmi hvaða lönd hafi verið átt við með „í útlöndum“. Af gögnum málsins var ráðið að borið væri saman verð í mismunandi löndum sem talið var villandi gagnvart neytendum,“ sagði um ákvörðun Neytendastofu sem birt var í febrúar síðastliðinn. Ekki villandi samanburður Í svörum Múrbúðarinnar vegna kvörtunar Húsasmiðjunnar nú kom fram að kvörtun Húsasmiðjunnar væri hafnað og að það væri mat félagsins að auglýsingin uppfyllti öll skilyrði laga, bæði um samanburð á verði hér á landi og í Danmörku. „Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að samanburðurinn væri ekki villandi eða óréttmætur enda skýrt tekið fram í auglýsingunni að borið sé saman verð í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar. Auk þess taldi Neytendastofa að um sambærilegar vörur væri að ræða, þ.e. vörurnar fullnægi sömu þörfum og séu staðgönguvörur við hvor aðra.“ Neytendastofa féllst því ekki á að Múrbúðin hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu og telur því ekki vera tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Í umræddri auglýsingu Múrbúðarinnar, sem birt var á Facebook, var verið auglýsa Colorex Vagans 7 málningu og verð borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu sem er í sölu í Húsasmiðjunni. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það hafi verið mat Húsasmiðjunnar að auglýsing Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar hafi komið fram væru villandi og að um ólögmæta samanburðarauglýsingu væri að ræða. Þá hafi Húsasmiðjan talið að auglýsingin bryti í bága við fyrri ákvörðun Neytendastofu þar sem Múrbúðinni hafði verið bannað að stunda ákveðna viðskiptahætti, einnig eftir kvörtun frá Húsasmiðjunni. Í því máli hafði Neytendastofa fallist á rök Húsasmiðjunnar um að Múrbúðin hafi verið með villandi samanburðarauglýsingar á Facebook-síðu sinni þar sem verð á málningu var borinn saman. „Verð á málningu beggja verslana hér á landi væri borið saman við verð á málningu erlendis með almennum hætti án skýringa og án þess að fram kæmi hvaða lönd hafi verið átt við með „í útlöndum“. Af gögnum málsins var ráðið að borið væri saman verð í mismunandi löndum sem talið var villandi gagnvart neytendum,“ sagði um ákvörðun Neytendastofu sem birt var í febrúar síðastliðinn. Ekki villandi samanburður Í svörum Múrbúðarinnar vegna kvörtunar Húsasmiðjunnar nú kom fram að kvörtun Húsasmiðjunnar væri hafnað og að það væri mat félagsins að auglýsingin uppfyllti öll skilyrði laga, bæði um samanburð á verði hér á landi og í Danmörku. „Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að samanburðurinn væri ekki villandi eða óréttmætur enda skýrt tekið fram í auglýsingunni að borið sé saman verð í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar. Auk þess taldi Neytendastofa að um sambærilegar vörur væri að ræða, þ.e. vörurnar fullnægi sömu þörfum og séu staðgönguvörur við hvor aðra.“ Neytendastofa féllst því ekki á að Múrbúðin hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu og telur því ekki vera tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira